Örvitinn

Uppfærsla á FreeBSD

Ég var að enda við að fylgja þessum leiðbeiningum til að uppfæra FreeBSD úr 5.3 (var reyndar búinn setja öryggisuppfærslur) í 5.5 (leiðbeiningarnar eru fyrir 5.4 en ég sótti 5.5)

Nú er ég að safna í mig kjarki til að fylgja þessum leiðbeiningum til að uppfæra úr 5.5 í 6.2 (leiðbeiningar eru fyrir 5.4 -> 6.0 en þetta er sami skíturinn). Ætla samt að bíða aðeins með þá uppfærslu þar sem hún er flóknari og það er meira sem getur farið úrskeiðis - vil ekki taka áhættuna á því að serverinn sé á hliðinni í einhvern tíma.

Þegar þessu er lokið get ég dundað mér við að uppfæra MySQL, Apache og fleira dótarí.

tölvuvesen
Athugasemdir

Matti - 21/10/07 18:44 #

Úff, ég fiktaði örlítið of mikið :-|

Var að asnast til að uppfæra mysql en klúðraði því eitthvað.

Sýnist þetta virka svo lengi sem ég keyri mysql upp án þess að lesa grant töflur (m.ö.o. engin lykilorð á grunni).

Ég þarf að taka mig til í vikunni og klára þessa uppfærslu.