Örvitinn

Handklæðaskiptimarkaður í Laugum

Mikið óskaplega leiðist mér að koma úr sturtu í ræktinni og uppgötva að handklæðið mitt er ekki þar sem ég skyldi það eftir.

Ég tók hitt dökkbláa handklæðið og notaði, gaf mér að mitt hefði verið tekið í misgripum.

Handklæðið sem ég fékk í skiptum var minna og verra. Eftir nokkur handklæðaskipti enda ég eflaust með þvottapoka.

kvabb
Athugasemdir

Erna - 25/10/07 16:18 #

Hehe.. þetta er náttúrulega líka bara rugl að maður fái ekki innifalið handklæði í hvert skipti sem maður mætir og hendi því svo í taukörfuna áður en maður labbar út!

Matti - 25/10/07 23:31 #

Það væri náttúrulega lúxus, en gerist ekki í bráð.

Annars finnst mér verulega gott hjá Laugum að bjóða upp á lítil handklæði til að nota í salnum. Ég saknaði þess verulega þegar ég æfði í Sporthúsinu.