Örvitinn

Eastern promise

Við hjónin skelltum okkur í Laugarásbíó í gærkvöldi og sáum Eastern promise.

Við urðum ekki fyrir vonbrigðum, verulega góð mynd og flott plott - reyndar dálítið fyrirsjáanlegt en samt spennandi.

Ofbeldi kannski full myndrænt á köflum. Ég skil ekki af hverju það þarf að sýna allt í dag, ég held það sé t.d. alveg jafn áhrifaríkt að sýna aðdraganda þess að fingur er klipptur af líki og leyfa áhorfendum að heyra hljóðið í stað þess að sýna sjálfa klippuna. Ég er reyndar ekkert rosalega viðkvæmur fyrir splatter en á köflum grúfði Gyða andliti í lófa sér.

kvikmyndir