Örvitinn

"Óværa" og "plága"

Varðandi þessa færslu óværunnar Matthíasar Ásgeirssonar sem leggst eins og plága á alla kristilega umræðu sem fram fer á netinu hérlendis #

Stefán Einar Stefánsson nemandi í guð- og siðfræði við Háskóla Íslands um mig :-)

Ég sem hef verið svo rólegur undanfarið!

kristni vísanir
Athugasemdir

Matti - 01/11/07 20:16 #

Stefán Einar er ekki hættur, nú vitnar hann í meistara sinn og skrifar um hafís vantrúar.

Jón Magnús - 02/11/07 10:19 #

Það er nú í lagi að hann sé að tala illa um félagsskapinn Vantrú. Það er nú hans réttur að hafa skoðanir á honum en að draga Teit inn í þessa umræðu að nýða hann eingöngu vegna þess að hann þekkir hann er merki um hve ótrúlegur dóni þessi maður er.

Þetta er eiginlega með ólíkindum hve mikill dóni þessi maður er - ég hélt bara að menn sem vildu láta taka sig alvarlega reyndu að haga máli sínu aðeins öðruvísi.

Matti - 02/11/07 10:26 #

Það er dálítið merkilegt með sumt kristið fólk getur ekki verið samkvæmt sjálfu sér.

Þannig hneykslast það óskaplega ef ruddi eins og ég nota orð eins of fífl, alveg sama þó það séu viðbrögð mín við yfirgangi eins og leikskólatrúboði.

Svo hikar það ekki við að ráðast á einstaklinga og hópa, ljúga, rægja og svívirða.

Verra er að þetta sama fólk heldur að það sé betra en annað í krafti hindurvitna sinna. Heldur að engir aðrir séu jafn færir í að kenna börnunum okkar rétta siðferðilega breytni.

Stefán Einar er gott dæmi um hræsnara af þessu tagi. Það versta er að hann mun alveg örugglega ná frama innan Þjóðkirkjunnar.

Jón Yngvi - 02/11/07 13:54 #

Eftir að hafa lesið síðustu færslur á bloggsíðu Stefáns verð ég að segja að ég styð hann heilshugar til frama innan Þjóðkirkjunnar. Með mann eins og Stefán í fararbroddi myndi Þjóðkirkjan hraðminnka og sennilega verða orðin á stærð við meðal sértrúarsöfnuð í Kópavoginum um það leyti sem hann yrði kosinn biskup. Ég held að við utankirkjumenn ættum að gera veg hans sem mestan.

Matti - 02/11/07 14:10 #

Góður punktur - ég var einmitt að bölva því um daginn að Séra Geir Waage væri ekki biskup :-)

Lárus Viðar - 02/11/07 21:38 #

Vesalings guðfræðineminn.

Matthías er einhver orðljótasti maðurinn sem fer um netheima og talar með þeim hætti til fólks að margir standa orðlausir eftir. Hið sama á við um marga af félögum hans. [athugasemd #8]

Það er leitt að orðaval okkar hafi valdið svona mikilli geðshræringu meðal fólks. Líklega er betra að segja ósatt heldur en að segja ljótt.

Jón Magnús - 03/11/07 14:23 #

Mér finnst alltaf styttast í dylgjublog þar sem þú, Stefán, kókaín og dvergar komu saman í húsi á Hverfisgötu ~:S

Síðustu kommentin frá Stefáni svipa afskaplega mikið til aðila eins og Finns, L.P. og þannig kumpána verða helst að ljúga upp á fólk til að geta gagnrýnt það.

Matti - 03/11/07 16:22 #

Já, Stefán Einar á auðvelt með að ljúga - jafnvel þegar sannleikurinn blasir við.

Það styttist í dylgjubloggið :-)

Annars finnst mér þessi viðkvæmni dálítið skondin. Það mætti halda að þessi taktík sé kennd við guðfræðideild:

Ef einhver sýnir fram á að þú hafir rangt fyrir þér, kallaðu hann þá dóna.