Örvitinn

Doði

Ég hangi í tölvunni, Inga María leikur sér í PS2 og Kolla dundar sér í tölvunni meðan Gyða lærir í stofunni á miðhæðinni.

Á föstudag fórum ég og Gyða á afmælishátíð Barnaspítala Hringsins. Það var svosem ekkert sérstakt! Við vorum sett til borðs með fólki sem við þekkjum lítið sem ekkert. Skemmtiatriði voru ágæt og matur sæmilegur þó hann væri borinn fram ansi seint enda fullmargir í salnum. Röltum í bæinn um eitt, settumst örlítið á Næsta bar áður en við héldum heim með leigubíl. Ég var kominn með hausverk í leigubílnum.

Á laugardag kíktum við í Smáralind og Gyða keypti afmælisgjöfina sína frá mér. Já, ég veit - en þetta virkar lang best á þennan hátt. Ég kíkti svo á Players og glápti á Liverpool leikinn. Í kvöldmat var KFC skyndibiti, ég er enn að jafna mig á því.

Í dag er svo búinn að vera letidagur. Ég gerði tilraun til að horfa á Silfur Krulla en gafst upp, þvílík leiðindi maður.

Við erum eitthvað að spá í að kíkja út úr húsi - ég nenni því varla.

dagbók