Örvitinn

Hveitigrasið

Í grein dagsins á Vantrú er fjallað um hveitigras sem á víst að vera allra meina bót - þar til málið er skoðað betur.

Hveitigras og spekin við að borða ensím og blaðgrænu

Hægt er víst að kaupa hveitigrasskot í dag á stöðum eins og Manni Lifandi, Heilsuhúsinu og World Class. Þetta á skv. umfjölluninni að vera allra meina bót.

Því miður er það svo að þegar málið er skoðað að maður fari að efast um að hér sé raunverulega eitthvað merkilegt á ferðinni. #

efahyggja vísanir
Athugasemdir

Erna - 05/11/07 11:36 #

Oh.. ég er svo sammála þessari grein. Ég ÞOLI það ekki þegar ensím eru sögð komast inn í líffæri óniðurbrotin. Og líka porphyrinhringir eins og blaðgræna og haeme. Það var til dæmis æði hérna fyrir um 7-8 árum síðan þar sem co-ensím Q10, sem einmitt inniheldur slíkan hring og er hluti af hvatberahimnum var sagðt valda undraverðum áhrifum... Það er svo auðvelt að slá einhverju svona fram og fólk virðist bara trúa því...

Matti - 05/11/07 15:17 #

Fólk trúir þessu væntanlega vegna þess að umfjöllun fjölmiðla er gagnrýnislaus og umfjöllunarefnið er flókið. Ég skil ekki helminginn af hugtökunum fyrr en það er búið að útskýra það almennilega fyrir mér :-P

Aftur á móti má vænta þess að fólk fá örlítið betri upplýsingar innan skamms þegar það googlar hveitigras :-)

Erna - 05/11/07 18:31 #

Já, gott mál að vekja athygli á þessu, ég er ánægð með ykkur. Ég hef aldrei haft þessa framtakssemi, sit bara á rassinum og tuða yfir því hvað þetta er mikið rugl!!

Iðnaðurinn er náttúrulega að spila á fólk með því að nota hugtök sem því ekki er tamt. Það hafa ekki allir rænu á því að leita að öðrum heimildum fyrir hollustu meintra fæðubótaefna en frá framleiðandanum. Auðvitað segja hveitigrasframleiðendur að það sé meinhollt útaf allri blaðgrænunni og ensímunum...

En mikið er ég annars fegin að ég skuli ekki ljóstillífa (og hafa því ekki þörf fyrir blaðgrænu), þá myndu bætast á mig enn fleiri kíló og ég fengi ekki einu sinni ánægjuna af því að borða "kaloríurnar". Nema kannski er enn skemmtilegra að ljóstillífa en að borða, hver veit....