Örvitinn

"Hér býr kristin þjóð"

Gerið mér, nei - gerið þjóðinni greiða og lesið þessa grein og athugasemdir hjá Stefáni Einari nemanda í guð- og siðfræði.

Veltið fyrir ykkur röksemdafærslu hans og viðbrögðum við gagnrýni. Takið eftir því hvernig hann beinir umræðunni að persónum viðmælenda, hundsar gögn eða spurningar og sakar andstæðing sinn ítrekað um fáfræði.

Maður gæti haldið að Jón Valur Jensson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi þjálfað hann og með því er ég ekki að dylgja um kynhneigð Stefáns Einars, hver svosem hún er.

Ég segi eins og aðrir, megi gæfan gefa okkur að Stefán Einar verði biskup Ríkiskirkjunnar.

kristni vísanir
Athugasemdir

Einar Örn - 14/11/07 19:07 #

Þetta eru næstum því 9.000 orð!!

Hver í ósköpunum nennir að lesa þetta allt?

Matti - 14/11/07 19:17 #

Jæja, sumir vilja greinilega ekki fórna neinu fyrir þjóðina :-)

Svo ég taki þetta saman:

  • Stefán Einar segir að íslenska þjóðin sé kristin þar sem 2-4000 manns mættu á bænagöngu
  • Honum er bent á að þjóðir séu ekki kristnar heldur einstaklingar
  • Honum er bent á að þá sé þjóðin hýr þar sem miklu fleiri mættu á Gay pride
  • Stefán Einar og aðrir trúmenn eru ekki sáttir við þann samanburð vegna þess að það er gaman að Gay pride en leiðinlegt á Pray pride
  • Stefán Einar segir "na na na, ég er guðfræðingur, ekki þið. Íslenska þjóðin er kristin þar sem papar voru fyrstir"
  • Stefán Einar þorir ekki að svara spurningunni hvort það skipti máli hvort fólk trúir á Jesús
  • Bent er á að kannanir sýna að rétt um helmingur þjóðarinnar telur sig kristinn. Fáir trúa því að eftir dauðann endum við hjá Gvuði og minnihluti þjóðarinnar telur Jesús hafa verið son Gvuðs.