Örvitinn

Kristin fræði fyrir sjö og átta ára börn

Í gær kom Kolla, sem er í öðrum bekk í grunnskóla, heim með kennslubók í kristnum fræðum. Gyða las bókina fyrir stelpurnar og ræddi heilmikið við þær um efnið sem er á köflum ákaflega vafasamt fyrir ung börn.

Margt orkar tvímælis og er varla hægt að túlka öðruvísi en sem kristniboð, það virðist gert ráð fyrir að börnin trúi á Gvuð og Jesús.

Veltið vöngum

  • Hvað munduð þið vilja þakka Guði fyrir og hvað munduð þið vilja biðja hann um?
    Iðunn Steinsdóttir, Sigurður Pálsson. Kristin fræði - Regnboginn, Reykjavík 2000 bls. 33

Hafið þið lesið kristinfræðibækur barna ykkar? Ég mæli með því að foreldrar kynni sér þetta námsefni og velti því svo fyrir sér til hvers 5-10 ára börn þurfa að læra þetta efni.

Það er bara ein raunveruleg ástæða fyrir þessu námsefni. Ríkiskirkjan vill ná börnunum meðan þau eru ung. Þetta námsefni er stíft kristniboð. Enda kom í ljós um síðustu helgi að Ríkiskirkjan telur svo vera þegar hún lagði fram áskorun um að kennsla í kristnum fræðum yrði aukin.

Á Vantrú eru nokkrar greinar um skólamál og þar með einhverjar um kennslu í kristnum fræðum.

kristni