Inga María 6 ára
Inga María er 6 ára í dag. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að þessi mynd* sé tekin fyrir svo löngu.
Inga María var vakin með afmælissöng, ég vaknaði reyndar við það líka þar sem hún kúrði upp í hjá okkur. Í afmælisgjöf frá fjölskyldunni fékk hún risastóran hundabangsa. Mynd af þeim báðum kemur á vefinn í kvöld.
Afmælisboð verður svo haldið á morgun, fyrst stelpurnar í bekknum og svo fjölskyldan.
* Dagsetning fyrir neðan mynd er vitlaus, 16. nóv er fæðingardagur hennar
Athugasemdir
Jóna Dóra - 16/11/07 15:17 #
Til hamingju með PRINSESSUNA
KK
Jóna Dóra
Sirrý - 16/11/07 20:23 #
Til hamingju með stelpuna. Vá 6 ár mér finnst svo stutt síðan hún fæddist.