Örvitinn

Þegar mamma fór að sjá Guðföðurinn

Fyrir þrjátíu og fjórum árum og einum degi fór móðir mín kasólétt í bíó á Siglufirði til að sjá fyrstu myndina um Guðföðurinn. Því miður náði hún ekki að klára myndina þar sem hún þurfti að yfirgefa kvikmyndahúsið vegna fæðingarhríða og fara upp á spítala.

Morguninn eftir kom ég í heiminn.

Ég vona að mamma hafi klárað að horfa á myndina síðar enda myndirnar um guðföðurinn tímalaus klassík. Ekki vil ég bera ábyrgð á því ef hún hefur aldrei séð seinni hluta fyrstu myndarinnar.

dagbók
Athugasemdir

Erna - 23/11/07 15:26 #

Til hamingju með afmælið Matti!

Jón Magnús - 23/11/07 15:44 #

víííí - til hamingju með afmælið!

Matti - 23/11/07 16:03 #

Takk takk.

Sirrý - 23/11/07 18:49 #

Innilega til hamingju með daginn Matti. Njóttu hans vel.

Kristín - 23/11/07 18:56 #

Til hamingju með afmælið. Ef mamma þín var með tónlistina úr myndinni í höfðinu í fæðingunni, hlýtur það að hafa hjálpað henni.

Eygló og Óli - 23/11/07 20:29 #

Til hamingju með daginn. Þú verður að gefa mömmu þinni Godfather trílógína, snilldar myndir.