Örvitinn

Kjötbollur og spagettí

Ég er aldrei með uppskrift þegar ég geri kjötbollur, nota bara það sem ég á - þó grunnurinn sé yfirleitt eins.

Í kvöld var eftirfarandi hráefni í bollunum.

Öllu hrært saman í stórri skál. Mótaðar bollur á stærð við golfbolta, steikt á pönnu - snúið varlega og svo sósa sett yfir og látið malla í sósunni í 15 mínútur. Í kvöld var ég með tilbúna sósu úr dós en annars er það bara klassískt, tómatar, laukur, hvítlaukur, basilika, sykur, sítrónusafi og balsamic edik.

matur
Athugasemdir

Bragi - 26/11/07 03:47 #

Sæll, ég er með eina spurningu, af hverju notarðu sykur í þína klassísku sósu? Ég bara spyr vegna þess að það eru ár og dagar síðan ég setti síðast sykur út í sósur sem ég geri. Í mesta lagi er það smotterí af hunangi eða safi af ananas sem gefur sætuna hjá mér. Ástæðan er í raun efnafræðileg þó að maður geti bent á það hversu fitandi það er að borða sykur. Glúkósinn í hunanginu ætti að vera óhertur og lítið unninn og þar með á líkaminn auðveldara með að breyta honum í orku eða skila honum. Einnig er hunangið mun meira fljótandi og skilar ákveðnum karakter í matinn á meðan sykurinn er svona eins konar grunnbragðbætir. Ég er sko alls ekki að hneykslast á þér í þessu samhengi, ég vil bara fá að vita hvers vegna sykur er notaður af þér.

Matti - 26/11/07 08:58 #

Veistu það Bragi, það er engin stórkostleg pæling á bak við þetta. Ég sá í einhverjum þætti fyrir löngu að mælt var með því að bæta örlitlum sykri út í sósuna og síðan geri ég það. Þegar ég segi örlítið, þá er ég bara að tala um það sem ég get tekið milli tveggja fingra, þetta er varla hálf teskeið.

Svo hefur þessi sósa bara verið að þróast síðustu árin :-)