Örvitinn

Kolla og Inga María í fótbolta

Systur með medalíur eftir mótiðKolla og Inga María kepptu báðar í fótbolta í íþróttahúsinu Varmá í gær. Inga María var að spila í fyrsta skipti, var frekar stressuð og vildi sleppa því að mæta en hafði gaman að þessu þegar á hólminn var komið. Hún stóð sig bara vel, hljóp út um allt og hélt einbeitingu. Þær voru ekki saman í liði, Inga María var í C liðinu en Kolla í B liði.

Kolla stóð sig mjög vel og skoraði þrjú mörk. Henni hefur farið mikið fram síðasta árið, rekur bolta vel og hefur auga fyrir spili. Það var gaman að sjá hvað henni gekk vel að sóla en stoltastur var ég þegar hún gaf boltann á meðspilara, það var ekkert alltof algeng sjón.

Ég tók nokkrar myndir. Skelfileg lýsing í Varmá en þetta sleppur. Ég væri samt alveg til í að eiga D3 :)

fjölskyldan