Örvitinn

Leikskólaprestur - góðar fréttir

Í dag eru góðar fréttir af leikskólapresti á Vantrú.

Þrír af fimm leikskólum í Seljahverfi hafa ákveðið að taka fyrir heimsóknir presta í skólana. Þetta er gert í kjölfar kvartana foreldra og í ljósi skýrslu starfshóps Leikskóla- og Menntasviðs Reykjavíkur um samstarf leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarhópa. #

Þó ég eigi ekki lengur börn í leikskóla er ekki þar með sagt að ég sé hættur að hugsa um leikskólaprest. Ég vil ekki að það verði kristniboð í leikskólum þegar barnabörnin fara þangað. Ef enginn gerir neitt er ljóst að Ríkiskirkjan fær sínu fram, markmið Ríkiskirkjunnar er að djáknar og prestar starfi í leik- og grunnskólum á kostnað sveitarfélaga. Það þarf að vera andspyrna því flestir virðast afskaplega sinnulausir og sjá lítið athugavert við slíka þróun.

Það er óskaplega gott þegar mótmæli skila einhverjum árangri. Næsta mál á dagskrá er að komast að því af hverju hinir tveir leikskólarnir ætla að halda áfram þrátt fyrir skýrsluna, ég get ekki séð að nokkrum leikskóla sé stætt á að hleypa Ríkiskirkjunni inn ef þeir ætla sér að taka mark henni.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Matthías Freyr Matthíasson - 29/11/07 11:49 #

Sæll Matti.

Hvaðan hefuru það að það markmið ÞJÓÐKIRKJUNAR séu að djáknar og prestar "starfi" í leik og grunnskólum?

Ég allavegana hef ekki heyrt af slíku markmiði.

Matti - 29/11/07 11:58 #

Hér er ekki rætt um ÞJÓÐKIRKJUNA heldur Ríkiskirkjuna.

Þú hefur ekki heyrt af neinu slíku markmiði, en hefur þú eitthvað heyrt minnst á Vinaleið? Hvað er markmiðið með því starfi? Hverjir eiga að sinna því starfi og hverjir eiga að borga brúsann?

Ég gæti komið með ályktanir af kirkjuþingi en nenni því ekki. Leiðast svona útúrsnúningar.

Matti - 29/11/07 12:38 #

Hér er smá moli. Karl Sigurbjörnsson sagði í setningarræðu Prestastefnu Íslands árið 2006 undir fyrirsögninni sóknarfæri.

“Sérþjónustan á sjúkrahúsum ... Fullorðinsfræðslan.... Námskeið um sorg og sorgarviðbrögð, biblíunámskeið Alfa námskeið, hjónanámskeið, bænabandið, tólf sporin allt hefur þetta opnað nýjar gáttir. Gleðilegt að sjá þegar slík námskeið opna brýr yfir til helgihaldsins. ... kyrrðardagar .... Vinaleiðin er stórmerkilegt framtak í Mosfellsprestakalli. Ég vildi óska að fleiri skólar og sóknir tækju höndum saman um slíka leið.”

Vinaleiðin er sóknarfæri Ríkiskirkjunnar. Reyndu nú að horfa gagnrýnum augum á kirkjuna þína.

Matthías Freyr Matthíasson - 29/11/07 14:03 #

Sæll Matti.

Ég get alveg með góðu móti horft á gagnrýnum augum á ÞJÓÐKIRKJUNA ( hún heitir ÞJÓÐKIRKJAN )og ég geri það t.d. með þeim hætti að ég hef ekki hingað til samþykkt ákvarðanir ÞJÓÐKIRKJUNNAR í málefnum samkynheigðra en það er annað mál.

Hitt er það að þrátt fyrir það að vinaleiðin sé hluti af "sóknarfæri" kirkjunnar eins og þú nefnir, sem ég sé reyndar ekkert athugavert, því kirkjan er með því að sinna eftirspurn og skyldum sínum.

En í þessum pistli þínum ertu ekkert að ræða vinaleiðina, heldur ertu að tala um það að ÞJÓÐKIRKJAN sé með það markmið að hafa djákna og presta starfandi innan skólanna, það er argasta kjaftæði. Endilega komdu með ályktanir af kirkjuþingi...að segjast nenna því ekki er léleg vörn á slæmum málstað.

Matti - 29/11/07 14:20 #

Við vitum báðir hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég get komið með ótal tilvitnanir í biskup, presta og starfsmenn Ríkiskirkjunnar máli mínu til stuðnings. Þú munt ekki taka mark á nokkru af því.

Ég mun ekki kalla þessa stofnun annað en Ríkiskirkjuna héðan í frá.

Matthías Freyr Matthíasson - 29/11/07 14:47 #

Þú getur komið með tilvitnanir, gott og vel gerður það þá, en ég efast um að þar komi fram að það sé MARKMIÐ ÞJÓÐKIRKJUNNAR.

En það er kjarni málsins, að þú segir að MARKMIÐ ÞJÓÐKIRKJUNNAR sé að hafa djákna og presta starfandi innann skólanna. Ef ÞJÓÐKIRKJAN hefur það að markmiði hlýtur það að koma einhverstaðar fram í skjali eða manifesto ÞJÓÐKIRKJUNNAR ekki satt?

Matti - 29/11/07 14:50 #

Þetta er ótrúlegur sparðatíningur.

Markmið Ríkiskirkjunnar er að Vinaleið sé í sem flestum skólum. Rétt eða rangt?

Hjalti Rúnar Ómarsson - 29/11/07 14:51 #

En í þessum pistli þínum ertu ekkert að ræða vinaleiðina, heldur ertu að tala um það að ÞJÓÐKIRKJAN sé með það markmið að hafa djákna og presta starfandi innan skólanna, það er argasta kjaftæði.

Matthías Freyr, Vinaleið snýst um að hafa djákna og presta starfandi innan skólannna. Hverju ertu eiginlega að mótmæla?

Matthías Freyr Matthíasson - 29/11/07 15:00 #

Þetta er enginn sparðartíningur Matti, þetta er bara staðreynd, þú kemur með fullyrðingu sem á ekki við rök að styðjast.

Nei það er ekki markmið ÞJÓÐKIRKJUNNAR að vinaleið sé í sem flestum skólum, Biskup segist óska að fleiri skólar og sóknir TAKI SAMAN HÖNDUM, sem þýðir að skólarnir vinni saman því vinaleiðin gefur af sér góða reynslu, en þar með er ekki sagt að ÞJÓÐKIRKJAN sé með það MARKMIÐ að vinaleið sé í sem flestum skólum.

Ef þú getur sýnt mér fram á þá stefnu að MARKMIÐ ÞJÓÐKIRKJUNNAR sé að vera með djákna og presta innan skólanna að þá skal ég með glöðu geði taka til baka allt það sem ég hef ritað við þessa umræðu.

Matti - 29/11/07 15:04 #

Þetta er stórkostlegur málflutningur hjá nafna mínum.

Matthías Freyr Matthíasson - 29/11/07 15:06 #

Þetta er stórkostlegur málflutningur hjá nafna mínum.

Matti - 29/11/07 15:09 #

Hvað er markmið Ríkiskirkjunnar með Vinaleið?

Ekki neitt.

Er Vinaleið kannski í gangi í óþökk Ríkiskirkjunnar?

Haukur Ísleifsson - 30/11/07 00:13 #

Ríkiskirkjan stendur fyrir Vinaleiðinni. Vinaleiðin gengur útá það að hafa starfandi presta og djákna í skólum. 2+2 eru ekki 5

Matthías Freyr Matthíasson - 30/11/07 09:22 #

Þetta snýst ekkert um vinaleiðina þessi umræða og það er rangt af ykkur að setja það þannig fram að ÞJÓÐKIRKJAN ein og sér standi að vinaleiðinni, ÞJÓÐKIRKJAN er eingöngu með vinaleiðina í boði í þeim skólum sem þess ÓSKA.

Matti - 30/11/07 09:25 #

Matthías, Ríkiskirkjan hefur haft frumkvæði að Vinaleiðinni og boðið hana skólum. Frumkvæðið hefur ekki komið frá skólunum heldur kirkjunni.

Matthías Freyr Matthíasson - 30/11/07 09:33 #

Enda er það svo að þetta er hluti af þjónustu kirkjunnar kjáninn þinn.....en það segir sig sjálft að ÞJÓÐKIRKJAN fer ekki þangað sem hún er ekki velkomin, vel gefinn maður eins og þú hlýtur að skilja það.

Matti - 30/11/07 09:39 #

Hvað er markmið Ríkiskirkjunnar með Vinaleið?

Hafa fulltrúar Ríkiskirkjunnar talað um í Vinaleið felist sóknarfæri? Já.

Hafa fulltrúar Ríkiskirkjnnar játað að í Vinaleið sé fólgið trúboð? Já.

Hefur æðsti maður Ríkiskirkjunnar sagt að Vinaleið sé einungis fyrir meðlimi ákveðins trúfélags? Já.

Stangast það á við grunnskólalög? Já.

Er það markmið Ríkiskirkjunnar að Vinaleið fari í sem flesta (helst alla) grunnskóla hér á landi? Já.

Vill Ríkiskirkjan að aðrir en prestar og djáknar hennar sjái um Vinaleið? Nei.

Hvað stendur eftir af málflutningi þínum? Hef ég haldið því fram að Ríkiskirkjan hafi farið með Vinaleið inn í skólann þvert á vilja stjórenda þeirra? Nei, það hef ég ekki gert. En þetta er þvert á vilja sumra foreldra enda er þetta brot á lögum.

Matthias Freyr Matthiasson - 30/11/07 09:57 #

Ein ábending Matti, þú mættir alveg útbúa á síðunni þinni svona qoute kerfi þannig að maður þurfi ekki að skrifa allt upp.

En jú það er satt og rétt það sem þú skrifar hér fyrir ofan fyrir utan það að ( kannski hef ég ekki séð/heyrt það, ef svo er að þá hef ég rangt fyrir mér ) ég hef hvergi heyrt að ÞJÓÐKIRKJAN sé sú eina sem vilji sinna vinaleiðinni og ég hef hvergi séð það manifesto ÞJÓÐKIRKJUNNAR að hún ætli sér að hafa starfandi presta/djákna innan allra grunn og leikskóla landsins á kostnað sveitafélagana eins og þú heldur fram. Og reyndar hef ég engan séð eða heyrt talað um að í vinaleiðinni fælist trúboð. Og síðan komum við aftur að þeim punkti að ÞJÓÐKIRKJAN fer ekki þangað sem þess er ekki óskað!

Síðan er það það að markmiðið með vinaleiðinni er bara óskup heilbrigt eins og sést hér

" Vinaleiðin er verkefni sem var þróað í samvinnu kirkju og skóla í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum. Vinaleiðin er framhald þess samstarfs þegar leitað er til kirkjunnar í tengslum við áföll og missi. Vinaleiðin er hluti af stoðkerfi þeirra skóla sem bjóða upp á hana. Til stoðkerfis heyra skólastjórn, námsráðgjöf, sálfræðiþjónusta, skólahjúkrun og sérkennsla.

Í þjónustu Vinaleiðar felst að eiga samleið með barninu, hlusta, mæta því á sínum eigin forsendum og setja sig í spor þess. Þessi stuðningur er oft nefndur sálgæsla. Þar er reynt að hjálpa barninu til að finna sínar eigin leiðir. Ef um alvarlegan vanda er að ræða er haft samráð innan stoðkerfis skólans og við foreldra/forráðamenn um leiðir. Vinaleiðin er ávallt kynnt foreldrum og forráðamönnum barna og byggir á trúnaði. Þó getur upplýsingaskylda er hefur velferð barnsins að leiðarljósi stundum vegið þyngra en þagnarskyldan og er barninu gerð grein fyrir því. Í sálgæslu Vinaleiðarinnar er lögð áhersla á að mæta barninu eins og það er og borin er full virðing fyrir lífsskoðunum þess.

Siðareglur

Ætíð skal stuðla að velferð barna og unglinga á þeirra eigin forsendum, svo og að virða þeirra mörk. Ekki skal fara í manngreinarálit í samskiptum við börn og unglinga, svo sem vegna kynferðis, stöðu, skoðana eða trúar. Ekki skal stofna til óviðeigandi sambands við börn eða unglinga. Gæta skal trúnaðar og þagmælsku um hvaðeina sem starfsfólk verður áskynja í starfinu. Þagnarskylda á ekki við þegar mál koma upp er varða ákvæði um tilkynningarskyldu (sbr. IV. kafla Barnaverndarlaga, nr. 80/2002). Starfsfólk skal ávallt vera upplýst um lög og reglur er gilda um skóla. Ávallt skal kynna Vinaleiðina fyrir foreldrum/forráðamönnum barna. Vinaleiðin er þjónusta af hálfu Þjóðkirkjunnar við skólabörn, en ávallt á forsendum skólans (sbr. http://kirkjan.is/biskupsstofa/?stefnumal/kirkjaogskoli ) og að höfðu samráði við foreldra/forráðamenn. Í sálgæsluviðtölum geta trúarleg efni sem hver önnur borið á góma. Slík umræða er þó ávallt að frumkvæði barns eða foreldris/forráðamanns og út frá eigin lífsviðhorfi þess. Prestar og djáknar er starfa að Vinaleiðinni skulu sækja handleiðslu hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar"

Matti - 30/11/07 10:00 #

Copy/paste virkar á þessari síðu og eins og stendur fyrir ofan athuugasemdarform er hægt að nota html eða markdown rithátt, nóg er að setja > fyrir framan texta til að hann komi í kassa.

Ég hef engu við þessa umræðu að bæta, allar mínar fullyrðingar get ég rökstutt. Tilvitnanir í fulltrúa kirkjunnar má finna í greinum Vantrúar um Vinaleið.

Matthías Freyr Matthíasson - 30/11/07 10:10 #

Varðandi copy/pastið....takk fyrir það..er reyndar enginn snilli í svoleiðis...væri sniðugt ef annað formatt væri fyrir vitleysingana sem vilja commentera en kunna ekki á svona html tög....varðandi hitt að þá hugsa ég að þetta þýði lítið í þetta skiptið.....þú ert ágætur.