Örvitinn

Feðgin tárast yfir bók

Í gærkvöldi las ég kafla tvö í bókinni Bróðir minn Ljónshjarta fyrir Kollu. Þegar dramatíkin var sem mest og ég fann að ég þurfti örlítið að sjúga í nefið og nudda á mér stýrurnar spurði ég Kollu hvort henni þætti þetta ekki sorglegt. Hún játti því grátandi. Svo hlógum við saman að því hvað við erum væmin og kláruðum að lesa kaflann.

Umræður um dauðann bíða betri tíma.

bækur
Athugasemdir

Eva - 28/11/07 18:01 #

Bróðir minn Ljónshjarta kemur ennþá út tárum á mér og þó hef ég lesið hana ekki sjaldnar en 10 sinnum. Hún er ekki væmin heldur hjartnæm.

Regin - 28/11/07 18:05 #

Jesús strokaðu þetta út. Ég hef efasemdir um þína karlmennsku!

Nanna - 28/11/07 20:08 #

Bróðir minn Ljónshjarta var uppáhaldsbók dóttur minnar í mörg ár; ég las hana fyrir hana tvisvar og svo las hún hana sjálf örugglega fjörutíu sinnum; en í tíu fyrstu skiptin þurfti ég að lesa kafla tvö fyrir hana upphátt, hún gat ekki lesið hann sjálf.

Freyr - 29/11/07 09:45 #

Ég man eftir því þegar ég var svona 6 ára og mamma las hana fyrir mig fyrir svefninn. Þetta endaði líka í tárum hjá okkur strax í fyrstu kaflana. Eva negldi þetta; þetta er hjartnæm saga, ekki væmin.

Eggert - 29/11/07 11:41 #

Er paradísin Njangijala s.s. ásættanlegur boðskapur á trúleysingjaheimili? :)

Matti - 29/11/07 11:43 #

Tja, ég tók sérstaklega fram að:

Umræður um dauðann bíða betri tíma.

;-)

Kristín - 29/11/07 14:38 #

Hvernig sleppur þú við umræður um dauðann? Börnin mín eru með ýmislegt "á tæru" í sambandi við það og pæla endalaust í himninum, kirkjugarðinum (að vera fyrir ofan jörðina eða ofan í henni) og annað í sambandi við fyrirbærið. Allt út af Bamba, Lion King og áreiðanlega fleiri sögum/myndum sem og auðvitað andláti gamla nágrannans og afa vinkonunnar o.s.frv. Þetta er enn mjög abstrakt fyrir þeim, en þau vita að sumir halda að dánir fari til himna en aðrir trúi því ekki. Þau eru 4 og 6 ára. Bróðir minn Ljónshjarta las ég áreiðanlega fjörtíu sinnum sjálf.

Matti - 29/11/07 14:40 #

Ég slepp ekki við þær alfarið, en ég ætla ekki einblína á þá umræðu nú þegar við erum að lesa bókina. Kolla er oft að spá í ýmsum varðandi lífið og henni finnst t.d. alveg stórskrítið að vera til :-)

Kristín - 01/12/07 06:53 #

Það er ekkert smáskrýtið, líka þegar fertugsafmæli nálgast.