Örvitinn

Eyþór Arnalds fer á kostum

Í sumum breskum bæjum hafa yfirvöld hætt að kalla jólin "Christmas" og nota í staðinn heitið "Winterval" til að gæta "jafnræðis". Á Íslandi má eflaust búast við því að "jól" verði breytt í "Sólstöðuhátið" eða "Vetrarhvörf" til að gæta pólítísks réttrúnaðar. (feitletrun mín, MÁ) #

Ég segi bara enn og aftur, sjúkk að við höldum ekki kristsmessu. Eins og Hjalti bendir í athugasemd, þá er orðið jól komið úr heiðni. Þeir landsmenn sem ekki eru kristnir geta alveg gert sér dagamun um jólin án samviskubits enda flestar þær hefðir sem við höldum í þá ótengdar kristindómi (ég fjalla nánar um þetta í kristsmessugreininni).

Siðmennt var annars að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem þau reyna að leiðrétta þann misskilning sem er í gangi víða, til að mynda varðandi litlu jólin. Sigurður Hólm, stjórnarmaður í Siðmennt, fjallar nánar um það.

Ég bíð spenntur eftir afsökunarbeiðni frá ritstjóra 24 stundir en blaðið í dag er til skammar og ritstjórinn var víst ekki skárri sjálfur í útvarpinu í morgun.

vísanir
Athugasemdir

Óli Gneisti - 30/11/07 15:57 #

Ég er að bíða eftir að einhver guðfræðingur poppi inn hjá Eyþóri og leiðrétti fallbeygingu hans á nafninu Jesús.

Að mestu leyti er að eins og við höfum handvalið óskemmtilegasta fólk bloggheima og beðið það um að vera á móti okkur.

Hildur Edda - 30/11/07 15:59 #

Sammála um Eyþór Arnalds, en Óli Gneisti... Þú ættir að prófa að vera femínisti! Hahahaha!

Eyja - 30/11/07 17:33 #

Hah, ég er sko bæði skráð í Femínistafélagið og Siðmennt. Kallið mig bara Grýlu.

Ég fékk kjánahroll æ ofan í æ við lestur færslu Eyþórs. Eru engin takmörk fyrir fáfræðinni?