Örvitinn

Ég fékk SMS skilaboð

Þessi skilaboð fékk ég með SMS kl. 09:38 í morgun, send frá heimasíðu Vodafone.

Thu ert nu meiri vesalingurinn. Hefurdu ekkert betra ad gera en ad hanga heima i tolvunnu og uthuda odru folki .... thu ert sorglegur !!!

Ég kannast reyndar ekki við að hafa "úthúðað" nokkurri manneskju í morgun eða síðustu daga.

Ýmislegt
Athugasemdir

Sævar Helgi - 03/12/07 11:03 #

Það er erfitt að vera frægur og umdeildur.

Mikið vorkenni ég svona vitleysingum að eyða tíma sínum í að senda manni úti í bæ nafnlaust SMS. Þessi gaur er sorglegur.

Mummi - 03/12/07 12:39 #

Ó, ég held að þetta sé óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að skrifa eða tala opinberlega um eitthvað umdeilt. Þegar mannvitsbrekkur eins og sendandinn hérna fyrir ofan sjá eitthvað sem fer á skjön við það þægilega net sem þeir hafa spunnið kringum sig brýst vanmátturinn svona út. Ég veit að ég þarf ekki að segja það, en ég geri það samt: svona sendingar segja margt um sendandann en ekkert um viðtakandann.

Sirrý - 03/12/07 16:14 #

Þetta er fylgifiskur frægðarinnar Matti minn. Ég misti af silfrinu í gær stóðstu þig ekki bara flott ?

LegoPanda - 03/12/07 21:24 #

Uss, vesalingar sem hafa ekkert betra að gera en nöldra í fræga fólkinu. Samt ákveðin viðurkenning, að einhver velti þér nógu mikið fyrir sér til að eyða tíma sínum í að senda þetta sms:)

Ég horfði á Silfursviðtalið í gær á netinu, og ég vildi segja þér að ég er stoltur og ánægður með frammistöðuna. Þú rokkar sjónvarpsviðtölin bara :D

Það var líka gaman hvað Jón hafði léleg rök, sérstaklega kom illa út þegar hann sagði ,,hvað mein gerir það að hafa prestinn í leikskólum?" strax og þú varst búinn að lýsa því hvernig dætur þínar voru hafðar í nokkurs konar einangrun meðan presturinn vitjaði hinna barnanna.

Sigurjón - 03/12/07 23:52 #

Það er svo skemmtilegt hvað sumt fólk getur verið mikið fífl. Úthúða einhvern fyrir að úthúða, en gera það nafnlaust, sem segir allt sem segja þarf um einstaklinginn.

Jens - 04/12/07 00:32 #

Ég vona að þú látir þetta ömurlega skeyti ekki á þig fá. Ég hef verið passífur lesandi síðunar í nokkur ár og þótt nokkuð til málflutnings þíns koma. Framistaða þín í hjá Agli var þér og málstað þínum til sóma -og í raun fyrirmynd þess hvernig má nálgast málefnið frá hógværum og opinskáum hætti. Gangi þér vel og vonandi tekst þér að „ignora“ hismið!

MAD - 04/12/07 10:57 #

Vá Matti bara orðinn frægur!! Haldið þið virkilega að ykkar sorglegi minnihlutahópur fái einhverju breytt varðandi sjálfan þjóðsönginn eða trúarbrögð í skólum. Fólk hlær af þessari dellu og þótt að fólk sé ekki kristið þá fer það alveg örugglega ekki að sleppa því að syngja þjóðsönginn á landsleikjum. Finnst líka frekar heimskulegt að halda því fram að helmingur áhorfenda á landsleikjum séu trúlausir, ég veit ekki betur en meira en 80% þjóðarinnar sé skráð í þjóðkirkjuna og plús það fólk sem er skráð í aðra kristilega söfnuði.Svo held ég að þið trúlausa pakk séuð ekkert mikið að sækja völlinn nema náttúrulega "Matti" sem er að reyna sýna það að þið vantrúarmenn eruð ekki allir lúðar sem eigið ekkert líf fyrir utan það að níðast á kristinni trú. Ég virði alveg skoðanir fólks sem er trúlaust og heldur því einungis fyrir sig en þegar farið er út í það að ráðast á það sem maður trúir á þá mætir hart hörðu. Þið eruð að fara yfir strikið með þessari smámunarsemi. Ég hvet ykkur svo bara til þess að halda áfram að eyða tíma ykkar í ekkert en ég bið ykkur um að vera ekki að nota fjölmiðla í að láta ykkar heimskulegu skoðanir í ljós, bara ykkar vegna því það er eftir að hafa slæmar afleiðingar.Þið eruð ekki eins stórir og þið haldið að þið séuð. Þið hafið enginn áhrif enginn völd og munið alltaf lúta fyrir lægra haldi. έγκαυμα στην κόλαση

Matti - 04/12/07 11:12 #

MAD, takk fyrir þessa athugasemd. Hún er afskaplega upplýsandi.

Jón Magnús - 22/08/10 10:27 #

Mjög lýsandi nick sem þessi manneskja hefur þegar maður er búinn að lesa yfir það sem hún skrifaði...