Örvitinn

DV.is / Guðmundur Magnússon - frjálst og óháð?

Guðmundur Magnússon á DV.is hefur farið hamförum síðustu daga og vísar á flest það versta sem skrifað hefur verið um trúmálaumræðuna síðustu daga. Allt sem hann vísar á er einhliða og styður Ríkiskirkjuna og trúboð í skólum.

Í tvígang hef ég sent honum tölvupóst til að benda á aðrar hliðar málsins en án árangurs. Engu máli virðist skipta þó færslurnar sem hann vísar á innihaldi ósannindi, Guðmundi er sama. Tilgangurinn helgar líklega meðalið.

Er Guðmundur Magnússon talsmaður Ríkiskirkjunnar? Æi, svona eru þessir repúblikanar bara.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Óli Gneisti - 03/12/07 15:09 #

Leyfum honum að rembast. Við erum búin að sjá að þessar lygar virka ekki heldur vekur það bara samúð með Siðmennt og okkur. Síðan er það bara einfaldlega þannig að nær enginn les dv.is.