Örvitinn

Skrambúleraður örviti

Fésið á mérÉg er dálítið skrambúleraður á enninu.

Nei, ekki var það brjálaður þjóðkirkjuprestur sem réðst á mig í þetta skipti (Akureyrskur prestur einn myndi blogga þannig) heldur sá ég um þetta sjálfur.

Ég tók mig semsagt til og skellti afturhleranum á bílnum mínum á ennið á mér eftir að ég henti myndavélatöskunni og ferðatölvunni í bílinn að lokinni vinnu.

Svo stóð ég á bílaplaninu fyrir aftan Laugaveg 178 og bölvaði sjálfum mér fyrir að vera örviti. Hvernig er þetta hægt?

dagbók
Athugasemdir

gussa - 06/12/07 09:11 #

Þér væri nær að biðja Guð að hjálpa þér. Þú segist vera faðir, búa börn þín við frelsi? Þegar ég hlustaði á þig, datt mér í hug, þegar ég gékk um í Christjaniu fyrir nokkrum árum og horfði á blessuð börnin ráfa þar um, þau höfðu verið neydd inn í þetta samfélag af ólánsömum foreldrum. Þau höfðu ekkert val. Já, ábirgð foreldra er mikil.

Matti - 06/12/07 09:15 #

Óskaplega er þetta kristilega siðgæði merkilegt.

Baldur McQueen - 07/12/07 00:53 #

"Gussa", sem af fullkominni forheimsku telur siðferði ekki geta lifað án krists - tilheyrir hópi sem hefur í gegnum tíðina kóað með og þagað yfir misnotkun presta á börnum. "Gussa" hefði e.t.v. gott af að lesa ævisögur sumra þeirra barna sem gengið hafa í gegnum það helvíti á jörðu. Mikil er ábyrgð kirkjunnar.

Annars vil ég benda kristnum á eitt; sem einstaklingur sem hingað til hef verið hliðhollari trúarbrögðum en vantrúnni.
Viðurstyggilegar árásir föðurhlutverk Matthíasar, gera ekkert fyrir málstað ykkar. Það má eflaust gagnrýna hann fyrir margt, en í þessu þrugli er farið yfir strikið. Þetta er ekki kristni. Þetta er skítmennska af verstu sort.

Komment Gussu (og fleiri álíka) eru öskrandi vitnisburður um þá illsku, hatur og mannfyrirlitingu sem blómstrar sem aldrei fyrr í fólki sem auglýsir sig sem kristið.
Þið eruð trúbræðrum og systrum ykkar til skammar.