Örvitinn

Aðdáendur mínir

Erla sendi mér póst:

Matti minn, leitaðu þér hjálpar í því að skilja orðið "hatrammur", allt á þinni síðu tengist þessu orði allt frá upphafi til enda, heimurinn varð ekki til á Siglufirði. Vesalings dætur þínar að eiga svona hatramman föður, reyndu að láta kristið fólk í friði, nóg er komið af minnihlutaárásum á meiri hluta ísl þjóðar, þegar hér er komið, einbeittu þér að ljósmyndun og öllum þeim græjum sem þú lýsir. Skrítið að ungt fólk,sæmilega menntað eins og þú hafir ekkert annað að gera sem 3 dætra faðir en að agnúast út í annað fólk í netheimum Kveðja

Jóhann Helgason ræðir ítarlega um persónu mína út frá einni athugasemd í umræðu á blogginu hans Hjalta. Eins og Erla efast Jóhann um hæfi mitt til að ala upp börn. Þetta virðist vera algengt þema hjá aðdáendum mínum.

Já, það er stuð hjá hermönnum drottins. Þetta fólk er allt svo yndislega gott og kærleiksríkt! Það svarar kalli biskups og lætur heyra í sér. Mikið held ég að Karl Sigurbjörnsson og hans undirmenn séu stoltir af sínu fólki.

aðdáendur
Athugasemdir

Mummi - 09/12/07 21:19 #

Það er svona þegar maður hefur glataðan málstað, þá er miklu áhrifaríkara að reyna bara að fæla fólk frá umræðunum með persónulegu skítkasti og hótunum.

Spáðu í því hvað yrði sagt ef málflutningur Siðmenntar og Vantrúar væri svona. "Aumingja börnin hans Kalla biskups!", "Aumingja Bolli að eiga svona systur eins og Jónu!" osfrv. Nei, það væri ljótur drulluslagur og engum til framdráttar.

Birgir Baldursson - 09/12/07 23:37 #

Nákvæmlega. Hinir kristnu virðast ekki átta sig á að málflutningur þeirra, skítkast og skammir er langtum verri en nokkuð það sem komið hefur frá Vantrúarsinnum nokkurn tíma.

Kalli - 10/12/07 00:25 #

Ég er að ímynda mér lögfræðibréfin sem kæmu inn um dyrnar ef við færum að gagnrýna hæfileika presta ríkiskirkjunnar til að ala upp börnin sín.

Já, og hringja heim í nafna minn biskupinn á kvöldin og um helgar til að hella okkur yfir hann fyrir að kalla okkur hatrömm etc. etc.

Kannski að Siðmennt beri einmitt nafn með rentu?

Jóhann Þorsteinsson - 10/12/07 13:54 #

Mikið finnst mér leitt að þessum samskiptum sé svona farið og engum til framdráttar að láta svona. Af skrifum þínum veit ég að við erum alls ekki sammála í trúmálum en ég get ekki séð að væntingar þínar eða þrár gagnvart hamingjusamri fjölskyldu sé neitt öðruvísi en hjá mér. Ég óska þér alls hins besta og vona sannarlega að fólk hætti skítkasti af þessum toga. Með ósk um ánægjulega hátíð, Jóhann

Matti - 10/12/07 14:44 #

Takk fyrir góðar kveðjur Jóhann og sömuleiðis.

Pétur Björgvin - 10/12/07 22:49 #

Tek undir orð Jóhanns. Veit líka að það er ekki ætlun þín að alhæfa neitt um neinn og við jú nýbúnir að ræða um stoltið og það hefur ekkert breyst hjá mér: Ég er ekki stoltur af neinu í þessari umræðu, hvorki mínu innleggi né innleggi annars fólks. Við erum á byrjunarreit.

Eyvindur Karlsson - 17/12/07 17:27 #

Vá... Segir þetta ekki mest um þá sem voga sér að láta svona út úr sér? Og hvernig er það, eru einhverjar undarlegar lægðir yfir landinu þessa dagana? Af hverju eru ALLIR að verða geðveikir? Ef vöðvaheilar eru ekki að mælast til þess að femínistum sé nauðgað er kristið fólk að ausa svona viðbjóði yfir fólk sem hefur ekkert til sakar unnið annað en að vera því ósammála. Mér finnst þetta mögulega ljótasta skítkast sem ég hef séð - svona einfaldlega segir maður ekki.

Ég minnist þess sem var sagt (örugglega ekki alveg orðrétt) í kvikmyndinni um Johnny Cash:

"The majority of your listeners are christians, John. They don't want to hear you singing to a bunch of convicted rapists and murderers, trying to make them feel better." "Then they're not christians."