Örvitinn

Fjölskyldan í Laugardal og gærdagurinn

Við fórum í jólahlaðborð í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í gær. Höfum nú farið tvö ár í röð.

Fjölskyldan

Eftir hlaðborðið var svo ákveðið að endurtaka þessa mynd, en nú einnig með mér, Áróru og Óttari. Ég stillti því vélinni upp á þrífót og lét hana taka 30 myndir með sekúndu millibili meðan hópurinn rölti rólega í átt að vélinni.

Í gærkvöldi var svo jólahlaðborð hjá vinnunni. Ég sá um að elda kalkúna sem var semsagt í ofninum þegar myndin var tekin. Þegar ég kom aftur upp í vinnu uppgötvaði ég að ég hafði ekki kveikt á ofninum. Það gerði reyndar ekkert til, það tók rétt rúma tvo tíma að elda 8 kíló kalkúna í iðnaðarofni. Tæki svona sex í heimilisofninum.

Semsagt tvöfalt jólahlaðborð í gær og dálítil rauðvíns og bjórdrykkja í gærkvöldi. Ég er því búinn að vera þokkalega þreyttur í dag. Fór með stelpurnar í strætó niður í vinnu til að sækja bíll. Óskaplega fannst mér dýrt að borga 480kr fyrir okkur þrjú fyrir að sitja í strætó í 5-10 mínútur (Mjódd-Kringla). Tók til í eldhúsinu, vaskaði upp heilan helling og kom mér svo heim.

Myndir úr jólahlaðborðinu í Fjölskyldu og húsdýragarðinum.

dagbók