Örvitinn

Hviður

Rokið dynur á svefnherbergisgluggum hér í Bakkaselinu. Vindhviður koma úr suð-austri, æða niður Seljahverfið og berja á gluggana okkar. Ég verð að játa að það fer dálítið um mig í mestu hviðunum. Miðað við þessar fréttir má ég alveg stressa mig eitthvað.

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 11/12/07 00:33 #

Ef þú hugsar út í líkindin þá geturðu væntanlega slappað af. Statistikkin kemur til bjargar. :)

Steindór J. Erlingsson - 11/12/07 00:44 #

Ekki má nú gleyma "verndarenglunum" hans Kalla, þó þeir séu líklega löngu búnir að yfirgefa Matta og fjölskyldu hans því, eins og Kalli segir, eru þau líklega fyrir löngu búin "að hryggja þá ... [og] styggja."

Sirrý - 11/12/07 08:56 #

Ég fór út í gærkvöldi að bjarga ruslatunnu sem var að fjúka á bílinn minn ( var á leiðinni þangað) Það var varla stætt úti. Ég setti mínar Tunnur inn en leið frekar ílla að horfa á bílinn minn undir flaggstönginni en það virðist allt hafa sloppið. Mér líður ekkert rosalega vel í svona veðri.

Matti - 11/12/07 10:05 #

Ég steinsofnaði meðan óveðrið var enn í gangi - stressið var nú ekki meira en það :-)