Örvitinn

Nýr diskur og afrit

Ég keypti 500GB disk á föstudag og skellti honum í tölvuna hennar Gyðu áðan. Er nú að taka afrit af ljósmyndasafninu. Hef verið með það á þremur diskum hingað til, er með einn flakkara á skrifborðinu í vinnunni, pláss á disk í tölvunni hennar Gyðu og pláss á disknum í vinnutölvunni. Vandamálið var bara að tveir síðarnefndu diskarnir voru að fyllast.

Ég afrita því allt draslið yfir á nýja diskinn og hef hér eftir afrit á tveim diskum, þessum nýja og flakkaranum. það ætti að duga mér í einhverja mánuði.

Ég færi semsagt myndirnar alltaf yfir á ferðatölvuna, tek svo afrit þaðan eins fljótt og auðið er. Þar sem ferðatölvudiskurinn er ekki stór hef ég bara síðustu 3-4 mánuði þar inni.

Fólk á ekki að treysta hörðum diskum, það er ekki spurning hvort heldur hvenær þeir klikka.

tölvuvesen
Athugasemdir

Mummi - 12/12/07 01:26 #

Fyrir forvitnis sakir: Hvað er ljósmyndasafnið þitt stórt?

Matti - 12/12/07 01:33 #

Þetta eru ekki nema svona 200GB (þar sem B er 1024 bitar) allt í allt. Flakkarinn niðri í vinnu er 320GB (þar sem B er 1000 bitar, eða hvernig sem þessir harðdiskar eru spekkaðir). Ég var hættur að koma tvöföldu afriti fyrir þannig að nýjustu myndir voru til á flakkara og ferðatölvu, en ekki öðrum disk.

Nú verður semsagt afrit á flakkara og þessum nýja disk. Ég hendi myndum út af hinum diskunum tveim og fæ þar með vinnusvæði á þeim tölvum.

Ef ég tek myndir RAW hrannast gígabætin upp, en ef ég held mig við jpg er þetta frekar hóflegt. Fer svo eftir myndefni og viðburði hvort formatið ég nota.

Arnold - 12/12/07 09:15 #

Ég er búinn að taka 2.6 terabyte á þessu ári og það er að gera mig geðveikan að halda utan um og sýsla með þetta. Þetta er eiginlega að verða búðið að drepa þá ánægju sem fylgir því að taka myndir :( Áður fóru bara filmurnar í möppu og upp í hillu og maður spáði ekkert í það meir.Núna er þetta bara vesen :) Reyndar er önnur vélin að skila 50 MB RAW skrám sem verða 220 MB þegar búið er að breyta þeim í TIFF. Þetta étur upp allt diskapláss á augabragði :( Ég er alvarlega að hugsa um að skella henni á ebay.com og losa mig við hana.

Arnold - 12/12/07 14:00 #

Takk fyrir að benda mér á þetta. Ég skoða þetta betur :)

Jónas - 12/12/07 17:56 #

Drobo er málið, hann fæst hjá EJS.

-DJ- - 12/12/07 20:47 #

Mér líst hrikalega vel á þennan Drobo. Mætti vera aðeins ódýrari, 72. þús hjá EJS.

http://extranet.ejs.is/extranet/ProductDetail.aspx?ProductID=900-00002-002

Arnold - 12/12/07 22:03 #

Jónas er útsendari EJS, passið ykkur á honum ;) Svo elskar hann CANON!

Sigurjón - 12/12/07 22:07 #

Þetta er rosalegt verð hjá EJS. Ég keypti Drobo + 2x500gb WD diska í B&H á samtals 47 þús kall (inn í því er hinn ridiculously hái NYC state skattur : 8%).

Annars er þetta mjög sniðug græja og í raun alveg fáránlegt hvað það er auðvelt að sýsla með hana. Ætti að vera bulletproof fyrir alla eldri en 6 ára. Þó svo húsið sé dýrt þá mun þetta borga sig á endanum því diskarnir eru alltaf að stækka og verðið að lækka. Þannig að þegar 4x500gb er orðið of lítið þá kostar jafn mikið að fá sér 4x1.5tb.

Og ekkert þarf maður að gera nema bara að taka hina diskana út og skella þeim nýju inn. Allt klappað og klárt og gögnin "örugg".

Kalli - 12/12/07 22:11 #

Drobo er clever en er hann ekki bara of dýr? Mér finnst líka hallærislegt að svona græja sé bara með USB. FW800 væri klárlega málið.

Einmitt þetta vesen er ein ástæðan fyrir því að mér finnst það kostur að D40 vélin mín er 6 megapixla. Ég þarf að koma mér upp vinnuferli við þetta. Og fartölvu með a.m.k. 250GB HDD. Pæli í vinnuferlinu þegar og ef ég kaupi mér Lightroom...

Kalli - 12/12/07 22:15 #

Það má kannski bæta því við að þegar ég er kominn með umrædda fartölvu með 250GB eða stærri disk í hendurnar er útópíski draumurinn að kaupa tvo alveg eins spekkaða harða diska og eru í henni og stinga í 2.5" FW flakkara.

Þá eru backup málin komin í góð mál svo lengi sem ég finn off-site stað fyrir annan flakkarann :)

Arnold - 12/12/07 22:27 #

Þetta er svolítið mikill kontrast, B&H og EJS :) En þetta er allt of dýrt hjá EJS. Verðmunurinn réttlætir næstum ferð til NY.

P.S. Jónas er ekki útsendari EJS, ég fór mannavilt.