Örvitinn

Hver er ég - Mannlíf

Það er smá dálkur um mig í nýjasta Mannlíf. Skil ekki af hverju blaðið er ekki auglýst með því í stað þess að einblína á einhverja íhaldsmenn sem engu máli skipta :-)

Ég fékk semsagt sendan spurningalista og hafði frekar lítinn tíma til að svara honum. Held ég hafi samt náð að koma þessu þokkalega frá mér, þó ég væri eflaust til í að bæta við einhver svörin.

Ég er líka ánægður með ljósmyndina hans Gunnars, finnst hún koma nokkuð vel út. Við prófuðum að taka myndir á stigaganginum hér í vinnunni en enduðum svo fyrir utan, bakgrunnurinn er veggjakrot á gám sem stóð hér fyrir fram. Náttúrulega klúður að ég gleymdi að greiða mér :-)

Smellið á myndina til að sjá greinina alla.

Umfjöllun um mig í Mannlíf

fjölmiðlar
Athugasemdir

Dögg - 17/12/07 16:49 #

Einn sem ávalt sækist eftir athyggli,reynir að koma sér á framfæri allstaðar.Ef rétt er sem þú seigir í blaðinu að þú sjáir ekkert að því að fólk trúi á annað en þú,þá skalt þú virða það og hætta að kasta í það fólk óyrðum bara virða og allir verða sáttir.

Matti - 17/12/07 17:03 #

Ég hef reyndar ekki sóst eftir athygli og lítið gert til að koma mér á framfæri. Blaðamaður Mannlífs hringdi í mig. Það sama gildir um alla aðkomu mína að fjölmiðlum undanfarið. Ég hef meira að segja einu sinni beðist undan því að fara í útvarpið og sent annan í minn stað - vildi ekki mæta í útvarpsviðtal þunnur.

Eflaust er ákveðin athyglissýki fólgin í bloggskrifum en það er annað mál. Ég ætla ekki að sálgreina sjálfan mig hér en þú mátt dunda þér við það ef þú endilega villt.

Ef rétt er sem þú seigir í blaðinu að þú sjáir ekkert að því að fólk trúi á annað en þú

Ég segi dálítið meira en það.

- grettir - 19/12/07 13:51 #

Sæll Matti, ég datt niður á síðuna þína fyrir löngu síðan af flickr.com og hef síðan verið reglulegur gestur án þess að hafa mig í frammi. Ég er einn af þeim sem er skráður í þjóðkirkjuna af gömlum vana án þess að vera trúaður á nokkurn hátt. Ummæli Daggar hér að ofan, orðagjálfur biskups og forheimskandi blogg af mbl.is undafarið hafa sannfært mig um að þjóðkirkjan er ekki félagsskapur sem ég vil kenna mig við og hef því ákveðið að afskrá mig hið fyrsta.

Dögg segir:

Ef rétt er sem þú seigir í blaðinu að þú sjáir ekkert að því að fólk trúi á annað en þú,þá skalt þú virða það og hætta að kasta í það fólk óyrðum bara virða og allir verða sáttir.

Vandamálið hefur nú heldur verið á hinn veginn, það er að segja trúaðir hafa ekki getað virt það að til sé fólk sem trúir ekki á eitthvað yfirnáttúrulegt og finnst biblían ekki heilagri en Harry Potter.

Annars þakka ég þér fyrir Matti að nenna að standa í þessu, því það lítur út fyrir að hinn háværi minnihluti (þeir sem eru í alvörunni kristnir) hafi snúið bökum saman og skráð sig á mbl bloggið til að níða þig og Vantrú. Meira hvað kristilega siðgæðið er nú gott og fallegt. Svei.

Matti - 19/12/07 15:00 #

Takk fyrir kommentið Grettir. Ég kíki á síðuna þína af og til. Drífðu í að klára að leiðrétta skráninguna.