Örvitinn

Allt á floti í dótaherbergi

Eftir kvöldmat fórum við niður til að taka myndir í jólakort fjölskyldunnar (tilraun nr. 2) en uppgötvuðum þá að dótaherbergið var á floti. Það flæddi inn um gluggann sem er niðurgrafinn. Við þéttum gluggann og fórum svo að þurrka bleytuna með gólftuskum og skúringarfötu. Náðum að taka megnið af vatninu þannig. Tæmdum herbergið og höfum verið að rembast með handklæðum og rainbow ryksugu tengdaforeldra minna. Ég geri samt ráð fyrir að það þurfi að rífa upp teppið. Sjáum til hvað tryggingarnar segja á morgun.

Ég fór út í garð og tæmdi gluggaholuna. Er svo búinn að byrgja hana með allskonar drasli, vona að það komi í veg fyrir að holan fyllist aftur.

Þetta er nú meira andskotans vesenið, en sem betur fer sáum við þetta snemma og skaðinn mun minni en hann hefði getað orðið ef það hefði lekið inn í sjónvarpsstofu.

dagbók
Athugasemdir

Kalli - 18/12/07 12:44 #

Samúðarkveðjur. Nú er búið að flæða tvisvar inn í aukaherbergið mitt og í seinna skiptið fram á gang. Ég tel ekki einu sinni með smápollinn sem var þarna inni í morgun.

Matti - 18/12/07 14:58 #

Alveg eins og ég nefni ekki einu sinni lekann úr loftinu í sama herbergi :-)

Sirrý - 20/12/07 12:16 #

Hvað sögðu tryggingarnar ?

Matti - 20/12/07 12:25 #

Ekki neitt, reyndu bara að afgreiða okkur án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Eflaust erum við ekki nægilega merkilegir kúnnar fyrir Sjóvá.