Örvitinn

Jólatré í stofu stendur

Jólatréð er komið á sinn stað í stofunni. Klárum að skreyta það á morgun. Nokkrir pakkar komnir undir tré, hrúgan kemur á morgun. Verðum með möndlugraut í hádeginu og skiptumst þá á pökkum við flesta. Þurfum frekar lítið að hafa fyrir pakkaskiptum.

Kalkúnninn þiðnar í eldhúsinu, tók hann úr frystikistunni í fyrradag og setti í ísskápinn, tók hann svo úr ísskápnum í dag. Ég byrja á fyllingunni í fyrramálið, hún er frekar einföld - tekur um klukkutíma að útbúa hana allt í allt.. Morgundagurinn fer svo í að huga að fuglinum, sprauta yfir hann og þessháttar. Ég ætla að hafa lítið fyrir forrétti og hef því humar. Einfalt og klikkar aldrei.

One against allFórum út í kvöld og borðuðum kvöldmat á Austurlandahraðlestinni í Kópavogi. Mikið óskaplega finnst mér maturinn þeirra góður.

Ég var að fara í gegnum myndasafnið og fletti meðal annars í gegnum myndir sem ég tók á balletsýningu í maí. "Uppgötvaði" þessa mynd hér til hliðar og skellti henni á flickr síðuna. Þyrfti að fletta oftar í gegnum myndasafnið. Þyrfti líka að skipuleggja myndasafnið betur, tagga myndir og nota forrit eins og Lightroom eða eitthvað álíka til að flokka myndir.

Annars er þetta búið að vera rólegt og stresslaust eins og þetta á að vera.

dagbók
Athugasemdir

Kalli - 24/12/07 03:30 #

Er það bara ég sem finnst Austurlandahraðlestin overpriced junk? Hef reyndar bara borðað einu sinni þar en ég held ég eldi mér bara sjálfur indverskt framvegis...

Mæli með Lightroom. Það er ekki oft sem ég fell fyrir þetta stórum og miklum forritum en Lightroom er bara dans á rósum. Vantar reyndar leiðréttingu fyrir linsubjögun en það er einhver „Edit in other...“ möguleiki í Lightroom og mér sýnist ég geta reddað því ódýrt með LensFix.

En gleðileg jól annars :)

Matti - 24/12/07 11:05 #

Það ert bara þú ;-) A.m.k. er ég alveg til í að borga aðeins meira fyrir matinn þar en á öðrum skyndibitastöðum. Ætli við höfum ekki borga svona þúsund krónum meira en við hefðum pungað út á American Style.

Kalli - 24/12/07 13:37 #

Ég hefði ekkert kvartað yfir verðinu hefði þetta verið gott ;)