Örvitinn

Staðan

Samkvæmt kjöthitamæli er kalkúnninn tilbúinn á undan áætlun. Ég slökkti á ofninum og skyldi hann eftir þar inni.

Ég er búinn að flysja kartöflur, skera rauðkálið (sem ég steiki með hvítlauk og engifer) og sætu kartöflurnar eru mauksoðnar (þær fara í sætkartöflumús). Þá er eftir að búa til sósu, steikja rauðkál, búa til kartöflumús, brúna kartöflur og eitthvað smotterí.

Ég þarf að fara að huga að humrinum, hef það bara einfalt - hvítlaukur og steinselja er málið.

Já, svo þarf ég að skella mér í sturtu og raka mig. Það er víst við hæfi.

Gleðileg jól.

dagbók