Örvitinn

Innbrot

Það var ekkert sérlega ánægjuleg aðkoma þegar við komum heim úr bústað í dag. Hér var brotist inn meðan við vorum í burtu og ýmislegt fjarlægt. Listinn yfir horfna muni er langur og lengist sífellt eftir því sem við skoðum betur.

Ekki beinlínis jólastemming í okkur þessa stundina.

Ferðasaga bíður betri tíma.

Þess má geta að þjófarnir tóku nýjasta Gestgjafann úr plastumbúðum í anddyrinu og hirtu eintakið!

Athugasemdir

Kalli - 29/12/07 22:03 #

Ömurlegt að heyra. Vonandi að ekkert hafi horfið sem tryggingar dekka ekki.

Eyja - 29/12/07 22:59 #

Æ, en ömurlegt. Megi maturinn sem eldaður er upp úr Gestgjafanum valda þjófunum magapínu.

Arngrímur - 30/12/07 01:14 #

Kræst, þetta er agalegt! Mér þykir leitt að þetta skyldi koma fyrir ykkur.

Birgir Baldursson - 30/12/07 01:31 #

Þetta er gríðarlegt áfall. Mér dettur í hug hvort búið hafi verið að vakta húsið og fjölskylduna í einhvern tíma, skoða siðvenjur ykkar og sumarbústaðaferðir, t.d. á þessu bloggi. Þetta siðlausa þjófahyski verður háþróaðra í aðferðum sínum með hverju árinu.

Vona að löggan standi sig og hafi upp á þessum vesalingum. Það er varla hægt að leggjast lægra en gera sér eigur annarra að lifibrauði. Getur svona fólk horft á sjálft sig í spegli og haldið sjálfsvirðingunni?

Sirrý - 30/12/07 01:34 #

Æji en hræðilegt að heyra. Vona að það hafi ekki mikið af óendurbætanlegum hlutum verið tekið svo sem myndir og þannig dót. Endilega verið í sambandi ef það er eitthvað sem við getum gert fyrir ykkur.

kveðja Sirrý og Baddi

Sirrý - 30/12/07 01:47 #

Eitt sem ég skil ekki kippir fólk sér ekkert upp við það að það sé bara verið að tína út úr húsinu hjá ykkur ? Ég meina það er nú gott útsýni inn til ykkar. Ég læt reyndar alltaf mína nágranna vita ef ég fer eitthvað og segi þeim að ég sé ekki að fara að flytja neitt og ekkert að fara í viðgerð.

Æji vona að þið jafnið ykkur á þessu og að stelpurnar séu ekki hræddar við að vera heima vitandi að það geti bara einhver brotist inn til manns. knús til ykkar

Matti - 30/12/07 03:26 #

Það er ýmislegt hægt í skjóli nætur og sem betur fer var ekki öll búslóðin borin út - enginn stakur hlutur stærri en nýlegur lítill flatskjár úr svefnherbergi og gömul Playstation2 leikjatölva. Svörtu pokarnir hafa þó eflaust verið nokkuð fullir þegar þeim var lyft yfir vegginn í garðinum og þaðan í bíl sem lagt var við göngustíginn við hlið hússins.

Listinn yfir horfna muni er nokkuð langur og inniheldur m.a. hluti sem ekki er hægt að bæta fjárhagslega þar sem þeir hafa frekar tilfinningalegt gildi. Annað bæta tryggingar vonandi, sjáum hvað Sjóvá segir síðar. Þeir sendu a.m.k. mann í kvöld til að laga gluggann.

Eva - 31/12/07 10:14 #

Það er auðvitað hræðilegt að verða fyrir innbroti en mér finnst þetta með Gestgjafann nánast spaugilegt. Matgæðingur passar ekki alveg við steríótýpuna af innbrotsþjófi.

egill - 31/12/07 11:43 #

Spurning hvort þetta hafi verið nokkrir prestar að taka sig saman og ná aftur í fermingargjafirnar hans Matta?

En að öllu gamni slepptu þá er þetta hundfúlt.