Örvitinn

Stiklur

Ég fór í bælið um sjö í gærmorgun þegar Gyða kom og leysti mig af. Ég hafði þá farið þrisvar út til að ausa vatni. Ekkert þurfti að ausa eftir það og ég svaf til tvö.

Við kíktum í Intersport þar sem ég athugaði með gönguskóna sem ég fékk í jólagjöf, hvort ég ætti að skipta þeim. Fór út með sömu skó og ég kom með og nýja göngusokka að auki. Skór Gyðu og Áróru eru á listanum.

Við versluðum í matinn og svo skutlaði ég stelpunum heim, brunaði svo á hverfisbarinn og glápti á Liverpool leik dagsins. Það voru nú meiri vonbrigðin.

Eldaði nautafillet í kvöldmatinn, steikti í hvítlaukssmjöri og skellti aðeins inn ofn. Steiki sveppi með, útbjó piparsósu og svo vorum við með karföflumús með pestó og parmesan. Afar vel heppnað.

Horfðum á Astrópíu á DVD með stelpunum. Það var stórgaman, bæði er myndin skemmtileg og svo fannst stelpunum líka svo ofsalega gaman að vaka og horfa á bíó með foreldrunum. Ekki skemmdi að við höfðum hlé og poppuðum.

Ég er að vonast til að hlýindin valdi því að við þurfum ekki að haga áhyggjur af leka næsta sólarhringinn.

dagbók
Athugasemdir

Erna - 31/12/07 12:16 #

Í New York og New Jersey má alltaf búast við svona flóðum inn í hús reglulega og fjárfestir fólk því í vatnsdælum til þess að dæla vatninu út. Þú ættir kannski að athuga hvort þú gætir skaffað þér eina slíka? Jafnvel á leigu? Ferlegt að þurfa að vaka og ausa....

Annars óska ég þér og þínum gleðilegs árs, vona að þetta stefni nú allt uppávið eftir herlegheit undanfarinna daga.