Örvitinn

Jæja já

Er ekki tímabært að skrifa eitthvað á þessa bévítans síðu?

Mikið óskaplega var þetta sorglegur fótboltaleikur í gærkvöldi. Ég er að spá í að taka mér pásu frá því að rölta á hverfispöbbinn til að glápa á fótbolta. Leikirnir eru ekki skemmtilegir þessa dagana og maturinn er vondur.

Á blaðsíðu fjögur í Morgunblaðinu er smá umfjöllun um innbrotið hjá okkur. Ég þarf að taka mig til og skrifa dálítið um það á þessa síðu. Því miður orkar það tvímælis að nefna hyskið sem braust inn hjá okkur en mikið óskaplega langar mig til þess.

Séra Svavar Alfreð Jónsson prestur á Akureyri er undarlegur náungi. Ég botna satt að segja ekkert í sumum skrifum hans og rökræðum.

dagbók
Athugasemdir

Teitur Atlason - 03/01/08 13:26 #

Endilega nafngreindu þetta þjófa-pakk. Ég hef ekki eina einustu samúð með svona liði. það hefur enga samúð með þér, konu þinni eða dætrum þínum.

Matti - 03/01/08 14:46 #

Þetta er ekki svo einfalt. Ég hef engan sérstakan áhuga á að fá þetta hyski eða vini þeirra í heimsókn til mín. Þú getur séð nöfn þeirra og heimilisföng á lokuðu spjalli félagsmanna á annarri síðu ;-)

Aðrir geta sent mér póst.

Jón Magnús - 03/01/08 21:00 #

Hræðilegt að heyra. Þetta er án efa eitt það ömurlegasta sem komið getur fyrir heimilið manns, kannski það næsta á eftir bruna.

Ég vona bara að þið fáið það bætt sem stolið var.

Baráttukveðjur!

Sindri Guðjónsson - 03/01/08 22:03 #

Íþróttir eru ömurlegar þegar maður tapar (eða gerir jafntefli í þessu tilfelli). Leiðinlegt að heyra af þessu innbroti, hefur örugglega slæm áhrif á "sálina", fyrir utan það sem maður tapar af verðmætum.

Snorri Magnússon - 06/01/08 02:25 #

Hvað varð um "saklaus þar til sekt er sönnuð"? Hefur þetta fólk, hvert sem það er, verið dæmt fyrir glæpinn?

Matti - 06/01/08 02:30 #

Hvað varð um að tjá sig ekki um það sem maður hefur ekki hundsvit á?

Ef þú nenntir að kynna þér málin áður en þú tjáir þig myndir þú vita að ég hef fengið hluta þýfisins aftur.

Heldur þú að þetta fólk hafi bara lent í því að vera með þýfi frá mér heima hjá sér?

Andskotinn hafi það Snorri, slepptu því að kommenta.

Snorri Magnússon - 06/01/08 02:57 #

Ertu eitthvað reiður Matti? (sama spurning og ég bar upp á Vantru.is fyrir áramót!!) og þú endaðir á að svara rökræðunum með spurningunni "Af því bara". Ég spyr á móti - hvað varð um það að tjá sig ekki um það sem maður hefur ekki hundsvit á?

Ég las allt um "vandræði" þín og innbrotið og það að þú hefðir fengið hluta af þýfinu aftur þ.a. ég veit nákvæmlega "allt" um málið þ.e.a.s. það sem þú hefur bloggað um málið. Þó þú hafir fengið hluta þýfisins aftur segir það ekki nokkurn skapaðan hlut um sekt þeirra aðila, í hvers fórum þýfið fannst. Það að viðkomandi hafi, í einhverri vímu eiturlyfja viðurkennt "glæpinn" segir ekki nokkurn skapaðan hlut heldur og bendi ég þér hér með á að kynna þér falskar játningar og rannsóknir Dr. Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings í Bretlandi á þessum efnum.

Ég held ekki neitt um nokkurn skapaðan hlut. Því miður er það svo já (ég er ekki að segja að svo sé í þessu tilviki) að "saklausir einstaklingar" hafa endað uppi með þýfi í fórum sínum. Þeir hafa - oftar en ekki - ekki "lent" í því heldur er það oftast á þann veg að einhver hefur brotist inn hjá einhverjum og selt þýfið fyrir fíkniefni og þannig hafa stolnir munir m.a. ættargripir og "erfðasilfur" endað í höndum "saklausra" einstaklinga.
Íslensk refsilöggfjöf er, sem betur fer, þannig að maður er saklaus þar til sekt er SÖNNUÐ og viðkomandi DÆMDUR fyrir afbrot sín!!! Þetta er einn að grundvöllum réttarríkisins. Það er náttúrulega hægt að taka upp auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, fyrir þá sem hlynntir eru þess háttar "réttlæti" og grýta þá sem "hugsanlega" hafa gerst sekir um "glæp".

Þú mátt ekki heldur gleyma því Matti að þú sjálfur, hefur lýst því yfir að þú vilt lögleyfa "einhvern hluta" fíkniefna á Íslandi, sem að mínu viti - sem er nokkuð meira en þó nokkuð í þessum efnum - er fásinna ein. Ég get bent þér á vef European Cities Against Drugs www.ecad.net þar sem þú getur lesið þér aðeins til um þetta. Hafir þú frekari áhuga á að kynna þér hlutina, án sleggjudóma og formælinga þeirra sem voga sér að tjá sig þá er ég til.....

Matti - 06/01/08 12:24 #

"Gvuð minn góður!". Auðvitað er ég reiður í þetta skipti Snorri. Aumingjar brutust inn á heimili mitt og rændu fjölskylduna. Hvernig dettur þér annað í hug en að ég sé reiður. Svo kemur svona fábjáni eins og þú og byrjar að tjá þig án þess að þekkja málavexti.

Þessi færsla tengist ekki nokkrum umræðum á Vantrú.

Snorri, ég hef óskaplega lítið skrifað um þetta innbrot á síðu mína og þú veist í raun ekkert um málið.

Ég hef bara eina spurningu. Hvern ertu þú að vernda? Kemur ekki fram í færslu minni að ég ætla ekki að nafngreina fólkið?

Ertu að passa að ég kalli ekki fólk, sem ég nafngreini ekki hér, hyski?

Þess má geta að það var ég sem benti lögreglunni á það hver hefði brotist inn hjá mér og hvar þau ættu heima. Lögreglan fór heim til þeirra og sótti hluta þýfisins. Þetta eru góðkunningjar lögreglunnar sem ég hafði aldrei heyrt um áður.

Ég endurtek. "Gvuð minn góður!"

Óli Gneisti - 06/01/08 12:29 #

Snorri, þetta er óendanlega týpískt og leiðinlegt netrökræðutrikk hjá þér að ásaka andstæðinginn um að vera reiður. Það var ekkert sem benti til þess að Matti væri reiður í þessum umræðum sem þú vísar í en þú komst bara áfram með þín heimskulegu komment.

Ég bendi líka á að Matti veit meira um þetta þjófnaðarmál, og reyndar ég líka af því ég hef heyrt meira frá honum en hann getur upplýst hér, þannig að þú ættir nú líka bara hætta að tjá þig um það.

Snorri Magnússon - 06/01/08 19:12 #

Sælir Matti og Óli Gneisti.

Las hvorugur ykkar það sem ég skrifaði?
Ég er ekki að vernda nokkurn mann og hef ekki hugmynd um hverjir þessir ógæfusömu einstaklingar eru, sem brutust inn hjá Matta (eins og skýrt kemur fram í færslum mínum hér að ofan).
Ég var að tjá mig um sekt og sýknu - ekki satt? Einnig þá einföldu staðreynd, sem er sú, sem betur fer, að fólk er SAKLAUST þar til sekt þeirra er sönnuð og viðkomandi dæmdur fyrir glæpinn af til þess bærum dómstólum en það er einmitt grundvöllur réttarríkis.
Ég tók það sérstaklega fram að ég væri EKKI að halda því fram að þeir einstaklingar, sem þýfið fannst hjá, væru saklausir.
Mér er það einnig bæði ljúft og skylt að leiðrétta þig Matti en þú varst ekki rændur heldur var framinn þjófnaður í kjölfar innbrots.

Þannig að það sé á hreinu

Matti skrifaðir þú ekki sjálfur: "Þetta er ekki svo einfalt. Ég hef engan sérstakan áhuga á að fá þetta hyski eða vini þeirra í heimsókn til mín. Þú getur séð nöfn þeirra og heimilisföng á lokuðu spjalli félagsmanna á annarri síðu ;-) Aðrir geta sent mér póst" Hvaðan komust nöfn þessara ógæfusömu einstaklinga inn í lokaðan spjallhóp "félagsmanna"? (Þú þarft ekki að svara þessari spurningu en ég hvet þig hinsvegar til að kynna þér íslenska löggjöf um persónuvernd).

Óli Gneisti Ég var EKKI að ÁSAKA einn eða neinn um eitt eða neitt. Ekki nema þá að þú túlkir spurningu sem ásökun? Last þú ekki það sem Matti skrifaði, áður en þú ákvaðst að skrifa að mín "komment" væru "heimskuleg"? Matti sagði það sjálfur að hann væri reiður og að sjálfsögðu, og eðlilega, er hann það núna. Þau skrif, sem ég vísaði í, sem og mörg önnur skrifa Matta (reyndar ykkar beggja, fyrst þú ert kominn í umræðuna) benda jú reyndar til ákveðinnar reiði (þarna örlar á dulítilli ásökun) og eins og ég skrifaði þar, á sínum tíma, þá bentu svör hans til þess, sem ég ítrekaði reyndar. Ég sé það hinsvegar, á yfirlestri ykkar skrifa, að þið lesið ekki til fulls það sem skrifað er og eruð, báðir, ansi fljótir að rjúka í það að kalla fólk, sem þið þekkið ekki nokkurn skapaðan hlut, illum nöfnum.

Reiður eða ekki reiður gefur það einstaklingum leyfi til að kalla aðra einstaklinga "fábjána" (einstaklinga sem viðkomandi þekkir ekki nokkurn skapaðan hlut). Gefur það viðkomandi leyfi til að kalla - ógæfusama einstaklinga - "aumingja" eða "hyski".

Megið þið lifa heilir og sælir í ykkar sleggjudómum.

Óli Gneisti - 06/01/08 19:36 #

Að sjálfssögðu er það að spyrja "ertu reiður?" leið til að ásaka einhvern um að vera reiður. Það tengist ekki á nokkurn hátt umræðuefninu, það er bara bragð til að reyna að æsa upp andstæðinginn eða til að reyna að fá lesendurnar til að halda að andstæðingurinn sé reiður.

Og ég var að vísa í umræðurnar á Vantrú en ekki um þjófnaðarmálið þegar ég sagði að ekkert hefði bent til að Matti væri reiður. Aldrei myndi mér detta annað í hug en að Matti væri reiður yfir því enda væri annað óeðlilegt.

Matti - 06/01/08 20:16 #

Snorri Magnússon, ekki lesa þetta blogg. Í alvöru talað, vertu annars staðar. Ég nenni ekki að eiga í samskiptum við fólk eins og þig á þessum vettvangi.

Ég skrifaði í athugasemd minni:

"Auðvitað er ég reiður í þetta skipti Snorri."

Þar vísa ég augljóslega til þess að í hitt skiptið, þ.e.a.s. í umræðum á Vantrú, var ég ekkert reiður heldur varst þú þar að nota þessa aðferð til að snúa út úr umræðunni þar.

Snorri skrifar:

Einnig þá einföldu staðreynd, sem er sú, sem betur fer, að fólk er SAKLAUST þar til sekt þeirra er sönnuð

Nei Snorri Magnússon, þetta er ótrúlega heimskulegt. Þetta fólk er ekki saklaust, það er þrælsekt. Engu máli skiptir hvort þetta mál fer fyrir dómsstóla eða ekki.

Fólkið framdi glæpinn, það braust hér inn.

Mér er það einnig bæði ljúft og skylt að leiðrétta þig Matti en þú varst ekki rændur heldur var framinn þjófnaður í kjölfar innbrots.

Æi hvað þú ert stórkostlega gáfaður. Af hverju notarðu ekki eitthvað af þessum gáfum til að hugsa um eitthvað meira en málfar?

Hvaðan komust nöfn þessara ógæfusömu einstaklinga inn í lokaðan spjallhóp "félagsmanna"? (Þú þarft ekki að svara þessari spurningu en ég hvet þig hinsvegar til að kynna þér íslenska löggjöf um persónuvernd).

Hvort ertu geðveikur eða þroskahefur? Það er ekki brot á nokkrum lögum um persónuvernd þó ég segi hverjum sem er hver það var sem braust inn til mín. Ég mætti kaupa auglýsingu í Morgunblaðinu og segja alþjóð frá því án þess að brjóta nokkur einustu lög. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég upplýsi hér hvað manneskjan heitir sem pantaði kredikort í nafni konu minnar, býr þar sem þýfið fannst og hefur játað á sig innbrotið. Hver veit, ætli þér finnist ekki sennilegt að lögreglan hafi bæði pyntað hana og plantað þýfinu eftir að hafa pantað kreditkort í nafni konu minnar og beðið um að láta senda það heim til hennar!

Snorri Magnússon, vandamál þitt er að þú hefur augljósa þörf til að tjá þig með sleggjudómum án þess að hafa nokkuð til þíns máls. Athugasemdir þínar í þessari umræðu er fordómafullar, heimskulegar og móðgandi.

Hér er heimasíða Snorra fyrir þá sem vilja kynna sér málflutning hans.

Snorri Magnússon - 06/01/08 23:11 #

Sælir aftur Matti og Óli Gneisti.

Það er dásamlega yndislegt að eiga skoðanaskipti við ykkur því þið eruð svo frábærlega víðsýnir og umburðarlyndir.

Í athugasemdum ykkar, hér að ofan hef ég verið sakaður um að "tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á", verið kallaður "fábjáni", sagður koma með "heimskuleg komment" og spurður að því hvort ég sé annað tveggja "geðveikur eða þroskahefur" (veit reyndar ekki hvað það er að vera "þroskahefur" - Ég hreinlega varð að setja þetta hér inn því svona hártoganir eiga svo vel heima í rökræðum við ykkur).

Eitt get ég sagt þér Matti, að ég ætla ekki nokkrum manni í lögreglunni að stunda álíka vinnubrögð og þú leggur mér í huga. Jafnframt bið ég þig þess lengstra orða að leggja mér hvorki orð í munn, né hugsanir í huga. Þú mátt hinsvegar kalla mig öllum illum nöfnum ef það er einhver sálarfró fólgin í því, fyrir þig.

Ég skora á þig, Matti, hið mikla gáfum prýdda mikilmenni, að sýna fram á hvar athugasemdir mínar, í þessari umræðu, hér að ofan hafa verið eitt eða allt í senn, fordómafullar, heimskulegar og móðgandi.

Að lokum þetta - ef þið viljið ekki athugasemdir inn á síður hjá ykkur þá er náttúrulega bara að loka fyrir slíkt. Ef þið viljið ekki að fólk sé að tjá sig um það sem þið hafið að segja þá er náttúrulega einfaldast að vera ekki að tjá sig opinberlega fyrir alþjóð - ekki satt?

Haft er eftir Voltaire: "I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it." (Tallentyre, The Friends of Voltaire, bls. 199).

Snorri Magnússon - 06/01/08 23:25 #

Sælir aftur Matti og Óli Gneisti.

Það er dásamlega yndislegt að eiga skoðanaskipti við ykkur því þið eruð svo frábærlega víðsýnir og umburðarlyndir.

Í athugasemdum ykkar, hér að ofan hef ég verið sakaður um að "tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á", verið kallaður "fábjáni", sagður koma með "heimskuleg komment" og spurður að því hvort ég sé annað tveggja "geðveikur eða þroskahefur" (veit reyndar ekki hvað það er að vera "þroskahefur" - Ég hreinlega varð að setja þetta hér inn því svona hártoganir eiga svo vel heima í rökræðum við ykkur).

Eitt get ég sagt þér Matti, að ég ætla ekki nokkrum manni í lögreglunni að stunda álíka vinnubrögð og þú leggur mér í huga. Jafnframt bið ég þig þess lengstra orða að leggja mér hvorki orð í munn, né hugsanir í huga. Þú mátt hinsvegar kalla mig öllum illum nöfnum ef það er einhver sálarfró fólgin í því, fyrir þig.

Ég skora á þig, Matti, hið mikla gáfum prýdda mikilmenni, að sýna fram á hvar athugasemdir mínar, í þessari umræðu, hér að ofan hafa verið eitt eða allt í senn, fordómafullar, heimskulegar og móðgandi.

Að lokum þetta - ef þið viljið ekki athugasemdir inn á síður hjá ykkur þá er náttúrulega bara að loka fyrir slíkt. Ef þið viljið ekki að fólk sé að tjá sig um það sem þið hafið að segja þá er náttúrulega einfaldast að vera ekki að tjá sig opinberlega fyrir alþjóð - ekki satt?

Haft er eftir Voltaire: "I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it." (Tallentyre, The Friends of Voltaire, bls. 199).

Óli Gneisti - 06/01/08 23:29 #

Kommon, þessi náungi hlýtur að vera troll Matti.

Snorri Magnússon - 06/01/08 23:29 #

Sælir aftur Matti og Óli Gneisti.

Það er dásamlega yndislegt að eiga skoðanaskipti við ykkur því þið eruð svo frábærlega víðsýnir og umburðarlyndir.

Í athugasemdum ykkar, hér að ofan hef ég verið sakaður um að "tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á", verið kallaður "fábjáni", sagður koma með "heimskuleg komment" og spurður að því hvort ég sé annað tveggja "geðveikur eða þroskahefur" (veit reyndar ekki hvað það er að vera "þroskahefur" - Ég hreinlega varð að setja þetta hér inn því svona hártoganir eiga svo vel heima í rökræðum við ykkur).

Eitt get ég sagt þér Matti, að ég ætla ekki nokkrum manni í lögreglunni að stunda álíka vinnubrögð og þú leggur mér í huga. Jafnframt bið ég þig þess lengstra orða að leggja mér hvorki orð í munn, né hugsanir í huga. Þú mátt hinsvegar kalla mig öllum illum nöfnum ef það er einhver sálarfró fólgin í því, fyrir þig.

Ég skora á þig, Matti, hið mikla gáfum prýdda mikilmenni, að sýna fram á hvar athugasemdir mínar, í þessari umræðu, hér að ofan hafa verið eitt eða allt í senn, fordómafullar, heimskulegar og móðgandi.

Að lokum þetta - ef þið viljið ekki athugasemdir inn á síður hjá ykkur þá er náttúrulega bara að loka fyrir slíkt. Ef þið viljið ekki að fólk sé að tjá sig um það sem þið hafið að segja þá er náttúrulega einfaldast að vera ekki að tjá sig opinberlega fyrir alþjóð - ekki satt?

Haft er eftir Voltaire: "I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it." (Tallentyre, The Friends of Voltaire, bls. 199).

Matti - 06/01/08 23:34 #

Ég veit það ekki Óli. A.m.k. virðist hann ekki ráða við að lesa textann fyrir neðan Senda takkann, þar sem stendur: "Athugið að það getur tekið um mínútu að setja athugasemd inn, sýnið biðlund."

Snorri. Til hvers nákvæmlega ertu að tjá þig hér á þessari síðu minni? Hverju ertu að reyna að koma á framfæri? Heldur þú virkilega að það sé málstað þínum til framdráttar að benda á innsláttarvillur mínar?

Snorri Magnússon - 07/01/08 00:40 #

Sælir aftur Matti og Óli Gneisti.

Það er dásamlega yndislegt að eiga skoðanaskipti við ykkur því þið eruð svo frábærlega víðsýnir og umburðarlyndir.

Í athugasemdum ykkar, hér að ofan hef ég verið sakaður um að "tjá mig um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á", verið kallaður "fábjáni", sagður koma með "heimskuleg komment" og spurður að því hvort ég sé annað tveggja "geðveikur eða þroskahefur" (veit reyndar ekki hvað það er að vera "þroskahefur" - Ég hreinlega varð að setja þetta hér inn því svona hártoganir eiga svo vel heima í rökræðum við ykkur).

Eitt get ég sagt þér Matti, að ég ætla ekki nokkrum manni í lögreglunni að stunda álíka vinnubrögð og þú leggur mér í huga. Jafnframt bið ég þig þess lengstra orða að leggja mér hvorki orð í munn, né hugsanir í huga. Þú mátt hinsvegar kalla mig öllum illum nöfnum ef það er einhver sálarfró fólgin í því, fyrir þig.

Ég skora á þig, Matti, hið mikla gáfum prýdda mikilmenni, að sýna fram á hvar athugasemdir mínar, í þessari umræðu, hér að ofan hafa verið eitt eða allt í senn, fordómafullar, heimskulegar og móðgandi.

Að lokum þetta - ef þið viljið ekki athugasemdir inn á síður hjá ykkur þá er náttúrulega bara að loka fyrir slíkt. Ef þið viljið ekki að fólk sé að tjá sig um það sem þið hafið að segja þá er náttúrulega einfaldast að vera ekki að tjá sig opinberlega fyrir alþjóð - ekki satt?

Haft er eftir Voltaire: "I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it." (Tallentyre, The Friends of Voltaire, bls. 199).

Matti - 07/01/08 00:45 #

Nú er þessi athugasemd Snorra komin inn fjórum sinnum. Ekki batnar hún við endurtekningar.

Snorri Magnússon - 07/01/08 00:49 #

Sælir enn og aftur Matti og Óli Gneisti.

Enn og aftur gerið þið fólki upp hluti, í þessu tilviki ólæsi!

Ég hef nákvæmlega ekkert að gera með einhverjar tölvubilanir hjá Símanum, eða hvað það nú var sem olli því að síðasta færsla hjá mér marglistaðist hjá þér Matti.

Ég er búinn að vera upptekinn af því að lesa bloggið hans Sr. Svavars Alfreðs og dásamlegar röksemdafærslur þínar þar Matti.

Þú, einfaldlega, eyðir þessu bara út.

Matti - 07/01/08 00:54 #

Ég er búinn að vera upptekinn af því að lesa bloggið hans Sr. Svavars Alfreðs og dásamlegar röksemdafærslur þínar þar Matti.

Það kæmi mér skemmtilega á óvart ef þú gætir gagnrýnt málefnalega einhverjar af röksemdafærslum mínum þar. Ef þig langar til þess hvet ég þig til að gera það á öðrum vettvangi en hér, þessi umræða snýst um annað.

Snorri Magnússon - 11/01/08 20:52 #

Já veröldin er skemmtileg og full af óvæntum uppákomum.........ekki satt?

Hef bara - því miður - ekki haft tíma til að ergja þig mikið upp á síðkastið. Kannski síðar!

Hef hinsvegar verið talsvert upptekinn af því, síðustu daga - í þeim litla frítíma sem ég hef haft - að lesa ýmsar færslur þínar á vantru.is. Allar áhugaverðar, margar fræðandi en sumar hreint út sagt dapurlegar, en þannig er jú bara lífið á köflum.

Matti - 12/01/08 01:19 #

Af hverju í ósköpunum tjáir þú þig ekki um þessar dapurlegu greinar á Vantrú? Ég skil ekki af hverju þú heldur að þetta hafi eitthvað að gera hér.