Örvitinn

Afleiðingar

dagbók
Athugasemdir

Matti - 09/01/08 00:53 #

Kannski best að taka fram að síðasti punkturinn snertir mig í raun ekki neitt. Þetta er bara eitthvað sem ég frétti um náungann sem braust hér inn.

Ég ætti kannski að finna til með þessu fólki en ég nenni því ekki.

Jón Magnús - 09/01/08 10:18 #

Þetta fólk hefur engu að tapa og er löngu búið að tapa allri sjálfsvirðingunni. Þessi gaur er bara að reyna lengja sitt ömurlega líf með því að gera líf annara ömurlegt. Hann er eiginlega búinn að koma sér í gröfina langt fyrir aldur fram, hvort það verð núna eða eftir 5 ár þá er hans tíma að renna út.

Þórður - 12/01/08 02:53 #

Þið aumu þrjótar sem niðurbrjótið náungann!! Hverjir eruð þið að tala um sjálfsvirðingu ykkar minnsta bróður? Hvaða kjaftæði er þetta með sjúkdóma út og suður?

Hver ert þú Jón Magnús að dæma fólk á þann veg sem þú sýnir "bara að reyna að lengja sitt ömurlega líf með því að gera líf annara ömurlegt".
Áttið þið ykkur ekki á því að þeir einstaklingar sem leiðast til glæpahneigðar eru ofurseldir örlögum sínum?
Haldið þið, virkilega, að nokkur kjósi sjálfum sér það líf að velkjast um í lífsins ólgusjó fastir í vímu fíkniefna, sljóvgandi lyfja, eymdar og volæðis? "Hann er eiginlega búinn að koma sér í gröfina langt fyrir aldur fram...." Hvaða fífl ert þú eiginlega? Heldur þú virkilega, minn kæri, að þessi, okkar minnsti bróðir, hafi kosið sér þetta líf sem hann lifir?
Það er auðvelt að gagnrýna en ekki eins auðvelt að taka gagnrýni!! AMEN!!

Matti - 12/01/08 12:41 #

Þórður, þetta fólk hefur fengið ótal tækifæri til að losna undan fíkniefnum en kýs að halda áfram neyslu.

Þetta fólk valdi að brjótast inn hjá mér. Það valdi einnig að svíkja út fé í okkar nafni. Það voru ekki fíkniefnin sem það gerðu, heldur þessir einstaklingar.

Aumu þrjótarnir í þessu máli eru glæpamennirnir, ekki þeir sem fyrir þeim verða.

Margrét St. Hafsteinsdóttir - 14/01/08 21:42 #

Sæll Matti.

Ég veit ekki hvaða innbrot þú ert að tala um en það er ömurlegt að verða fyrir slíku hver sem í hlut á. Það eru skipulögð þjófagengi á Íslandi og síðan eru fíklar sem brjótast inn til að ná sér í eitthvað til að selja eða til að stela peningum.

Ég vorkenni fólki sem verður fíkn að bráð og veit það að margir sem eru langt leiddir í fíkn eru löngu orðnir kolruglaðir og líf þeirra snýst um það eitt að verða sér út um efni. Margir hafa reynt meðferðir en þeir sem springa eru oft þeir sem eru illa brotnir á sál og líkama, ekki bara eftir neyslu heldur erfitt líf. Það er þó ekki afsökun fyrir innbroti eða glæpum, en úrræðaleysi er kannski oft vandinn og þá sérstaklega þegar um mjög brotna einstaklinga er að ræða.