Örvitinn

Þorskur

Í kvöld eldaði ég þorsk, studdist við uppskrift af vefnum og spann út frá því, var að googla uppskriftir og valdi þessa þar sem ég átti kóríanderpestó í ísskápnum. Bjó til rasp, það sem var í skápnum rann út í febrúar 2006. Skellti fjórum brauðsneiðum í ofninn í smá tíma og saxaði svo með töfrasprotanum, kryddaði með salti, pipar, kóríander og basiliku. Bar fiskinn fram með spagettí og tvennskonar pestó, parmesan osti, salti og pipar.

Í stuttu máli var fiskurinn afbragð, hárrétt eldaður og ekki vitund þurr. Studdist við La Prima Vera bókina varðandi eldunartímann, steikti í 2 mín á hvorri hlið og skellti pönnunni svo inn í ofn í 4-5 mínútur.

Ég eldaði síðast þorsk í apríl 2006 :-)

Í kvöld tók ég parmesan ost úr frysti. Eftir í frystinum eru tvö stykki, einn lítill og einn stór. Þetta er restin frá því í Frakklandi í sumar.

matur
Athugasemdir

Kristín - 18/01/08 07:10 #

Iss, ekki taka mark á dagsetningum á þurrvöru, ef raspið var ekki í kögglum var allt í lagi með það. En heimagert er alltaf betra...

Er alveg í lagi að frysta parmesan? En aðra osta?

Matti - 18/01/08 08:14 #

Ég veit ekki hvernig það er með osta almennt en þegar ég fer til útlanda kaupi ég alltaf helling af parmesan osti og set í frysti. Virkar fyrir mig!

Kristín - 18/01/08 20:02 #

Parmesan er náttúrulega þurr og má vera mjög þurr. Ostasalinn minn trúir mér ekki þegar ég segi honum verðið á ostum á Íslandi, hann er alltaf mjög glaður þegar ég kem og segist á leið heim, veit að reikningurinn verður feitur. Það væri nú vit í því að gera tilraunir með að frysta aðra osta, veit samt ekki hvort ég nenni...