Örvitinn

Með rauða húfu

Inga María með rauða húfu sem Stella amma hennar bjó tilTók þessa mynd af Ingu Maríu um daginn, færði hana yfir í tölvu í dag og vann hana. Hér skartar Inga María húfu sem Stella amma hennar bjó til.

Ég var að rembast við að fá litina í myndinni þokkalega. Vann hana úr Raw skrá með CS3 og miðaði þá white balance við augun, vann litina með kúrfum og að lokum dró ég úr gula litnum sérstaklega með color balance tólinu. Þarf að læra eitthvað í litvinnslu, það hljóta að vera til einhverjar góðar bækur. Spurning hvort það séu einhver námskeið í boði. Svo held ég að það væri gáfulegt að litstilla tölvuskjáina mína. Annars er rauður litur afar vandmeðfarinn á flestum myndavélum, þær eiga það til að sprengja þá rás, en mér sýnist rauði liturinn koma ágætlega út hér.

Enn og aftur get ég svo vælt undan því hér hve latur ég hef verið að taka ljósmyndir. Ég hef reyndar verið latur við ýmislegt annað undanfarið en á móti kemur að ég hef verið hrikalega duglegur í átakinu. Hef farið í ræktina eða boltann á hverjum degi og verið hrikalega samviskusamur í mataræði.

Átakinu fylgir líka að ég ætla ekki að fá mér í glas fyrr en í apríl þegar við förum til Berlínar. Kominn tími á smá bindindi.

dagbók myndir
Athugasemdir

Sigurjón - 19/01/08 06:50 #

Ég sé mjög mikið af grænum í þessari annars ágætu mynd þannig að það er spurning hvor okkar þarf að stilla skjáinn sinn.

Matti - 19/01/08 10:47 #

Nei, þetta er ekki skjárinn þinn og ekki minn heldur. Um leið og þú segir þetta sé ég grænu slikjuna. Þetta er það sem ég á við, ég þarf að læra betur á þetta :-)

Hér dró ég úr græna litnum.

Inga María með rauða húfu - minni grænn litur

Sigurdór - 19/01/08 17:43 #

Seinni útgáfan er betri. Sammála ykkur með grænu slikjuna. Litvinnsla er ansi "trikkí", þ.e.a.s. ef menn eru að leita eftir sem "eðlilegastri" útkomu. Ég hef einmitt verið bara að fikta mig áfram með þetta, reyna að læra af reynslunni. Í hvaða lita kerfi vinnurðu eða vistar myndirnar?

Matti - 19/01/08 20:29 #

Þetta er sRGB alla leið. Reyndar tek ég flestar mínar myndir í raw þannig að sRGB er það sem ég vel þegar ég opna raw skrána.

Sigurdór - 19/01/08 20:54 #

Já ok. Sjálfur nota ég AdobeRGB (tek í RAW/NEF). Fannst það koma betur út, sama hvað spekingar segja um vefvafra og litakerfi... ;-)