Örvitinn

Að sörfa á risaskötu

Jamm, ég er að leika mér í Super Mario Galaxy!

"Sweet sweet galaxy" var nú dálítið erfitt.

tölvuleikir
Athugasemdir

Jón Arnar - 19/01/08 23:45 #

Ég er svona c.a. hálfnaður með leikinn, og það kemur hressilega á óvart hvað hann endist vel. Kvíði raunar svolítið hvað ég á að gera þegar ég klára hann..

Matti - 19/01/08 23:51 #

Þetta er alveg fáránlega skemmtilegt og fjölbreytt.

Núna er ég að kominn ofan á bolta sem ég rúlla um borðin með því að velta fjarstýringunni eins og í kúluspilunum - og þetta virkar fjandakornið.

Matti - 20/01/08 02:00 #

Ég held ég sé hálfnaður. Nú þarf ég bara að klára leikinn á undan Áróru :-)

Er samt hættur í þetta skipti.

Arnold - 24/01/08 15:09 #

Þetta er ekki að gera neitt fyrir mig. Konan verður sjóveik, verður að hætta eftir stuttan tíma. Þegar kallin fer að ganga á hvolfi undir hnöttunum fer hún að snúa upp á sig þar til hún er næastum farin að standa á haus. Svo verður henni flökurt og verður að hætta :) Ég er svo gjörsamlega sneyddur öllum áhuga á tölvuleikjum og því er ekkert skrítið þó mér finnist þessi leikur prump.

Matti - 25/01/08 13:52 #

Mér fannst leikurinn bara "lala" í byrjun, en þegar lengra var komið og hliðarleikirnir detta inn, þar sem maður t.d. sörfar á skötu eða rúllar ofan á bolta með því að velta fjarstýringunni, þá fannst mér fjör færast í leikinn.