Örvitinn

Vinafjall

Stelpurnar hjá Vinafjalli í kvöld.Ég og stelpurnar bjuggum til lítið fjall fyrir framan hús í dag, bjuggum til nokkra litla hella og tendruðum svo kerti í kvöld. Ég mokaði snjó í fjallið og stelpurnar bjuggu til hella. Það er ósköp gaman að leika sér í snjónum. Við ákváðum að fjallið okkar ætti að heita Vinafjall og að allir sem á það kæmu yrðu að vera vinir.

Veggjakort í BakkahverfiMeðan stelpurnar voru í fótbolta í hádeginu rölti ég um Bakkana og tók nokkrar myndir í snjónum. Svosem ekkert sérstakar myndir, en ég tók þó myndir!

Laugardagsboltinn var assgoti góður, fín keyrsla allan tímann - tveir jafnir og skemmtilegir leikir. Ég kem mér sífellt á óvart með getu minni í að klúðra úr dauðafærum.

Í gærkvöldi kláraði ég myndasíðu síðasta árs og setti upp nýja fyrir þetta ár. Þessar myndasíður mínar eru eins einfaldar og mögulegt er, ég sé ekki ástæðu til að flækja þær.

Myndir dagsins. Á þessari sést að Kolla missti tönn í vikunni. Hún kvartar undan því að við séum lélegir tannálfar.

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 27/01/08 19:02 #

flott fjall hjá ykkur.