Örvitinn

Vöðvakippir fyrir svefninn

Vöðvi framan á vinstra læri herpist stjórnlaust þessa stundina, ég held þetta sé vastus medialis sem er að fríka út. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessir vöðvar heita, þurfti að fletta því upp.

Ég var að vinna frameftir í kvöld. Það sem af er mánuði hef ég unnið tuttugu yfirvinnutíma þessa átta vinnudaga. Það væri kannski gáfulegt ef ég fengi eitthvað borgað fyrir það aukalega.

Síðustu nótt dreymdi mig skelfilegasta draum sem ég man eftir. Vaknaði í uppnámi og gat ekki sofnað aftur í góðan tíma. Draumurinn snerist um verstu martröð allra foreldra.

Bekkurinn hennar Kollu flytur bráðlega yfir í nýbyggingu Ölduselsskóla og verður þar í opnu rými. Kolla er kvíðin og ég skil hana vel. Við reynum að vera jákvæð fyrir framan Kollu en erum í raun frekar skeptísk á þetta.

dagbók
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 13/02/08 00:02 #

RAMBO reddar öllum kvillum! RAMBO vill bjarga öllu þessu! RAMBO mundi brútileita svona vandamál! RAMBO tekur undir viðlíka sjónarmið!

RAMBO sem ríkistjóri!

[afsakið spammið, má útrýma]

Kristín - 13/02/08 07:28 #

Ég trúi því ekki að blessaðir arkitektarnir séu farnir að troða opna rýminu upp á skólana líka.

Matti - 13/02/08 08:47 #

Jújú, þetta er það nýjasta í skólamálum borgarinnar. Skólastjórnendur vilja þetta ekki, kennarar eru ekki sáttir og nemendur fagna þessu ekki - en borgin vill þetta!

Ég veit að í nýbyggingu Vogaskóla er allt í opnu rými.

Ég er ákaflega mótfallinn opnu rými, það er ósköp einfaldlega óhentugt þegar fólk þarf að einbeita sér - sem ég hélt að skólabörn þyrftu að gera. Vissulega eru skólastofur opin rými, en það er væntanlega auðveldara að halda ró í stofu með 20 nemendur heldur en sal með 60-70.

Kristín - 14/02/08 17:48 #

Ef ég einhvern tímann neyðist aftur til að verða launaþræll, mun opið rými vera einn af faktorunum sem teknir verða með í reikninginn við val á vinnustað (ég geri ávallt ráð fyrir að barist verði um mig, he he). Ég gæti ekki hugsað mér að vinna í sal, skvaldri og endalausum truflunum. Mér finnst þetta með skólana alveg ótrúlegt og væri nú nóg í verkfall í France!

Matti - 14/02/08 18:58 #

Foreldrar fengu að skoða nýja húsnæðið í morgun og krakkarnir fluttu yfir í dag.

Þetta var skárra en ég átti von á - opna rýmið er eins og tvær skólastofur aðskildar með hillum. Þarna verða væntanlega fjörtíu krakkar í einu. Svo eru tvær eða þrjár aðrar stofur. Stofunum verður skipt eftir námsefni og krakkarnir verða í einni stofu/námsefni yfir daginn.

Kolla er sátt eftir daginn. Vonandi gengur þetta vel.

Erna - 15/02/08 11:06 #

Hehe.. ég elska að vinna í opnu rými. En vinnan sem ég vinn byggist svakalega á því að maður heyri samræður fólks, taki þátt í þeim og fái nýjar hugmyndir í kjölfar þess... Verst að mjög margar samræðanna á labbanum fara fram á Mandarin...

Ég er hins vegar alveg sammála, ég held að þetta sé fáránlegt í grunnskólum! Það er einmitt umræða hér í UK þar sem talað er um hvað stórar einingar í skólakerfinu hafi gefist illa og stefnt er að því að smækka bekki smám saman næstu 10-15 árin... En skólakerfið hér í UK er náttúrulega alger hrotti.

Matti - 15/02/08 11:26 #

Opið vinnurými virkar ágætlega seint á kvöldin og á nóttunni - þegar allir aðrir eru farnir heim :-)