Örvitinn

Vélsleðar á jökli

Ég er nokkuð ánægður með þessa mynd úr vélsleðaferðinni. Myndin er dálítið mikið unnin (með gradient til að dekkja efri og neðri hluta). Mér finnst ljósið í kringum fremsta sleðann frekar flott.

Snowmobiles on a glacier

Það var byrjað að rökkva og mér finnst sú stemming koma vel í gegn.

myndir
Athugasemdir

Arnold - 17/02/08 13:51 #

Glæsileg mynd. Flottur líka kontrastinn milli gulu og bláu birtunar.

Annars var ég að mynda brúðkaup í gær á D3. Úff! þvílík vél.

Matti - 17/02/08 21:54 #

Takk fyrir það strákar. Arnold, ég verð að fá að prófa D3 við tækifæri - getur þú ekki reddað stefnumóti? :-)

Sigurjón, myndin sem þú bendir á er líka ansi góð. Ég var með myndavélina um hálsinn á lokakafla ferðinnar, eftir að ég tók myndina með færslunni. Brunaði svo af og til fram fyrir hluta af hópnum, stoppaði svo og beið eftir að þeir brunuðu fram hjá mér og tók þá myndir. Þessi mynd er líka skyggð með gradient til að ná fram þessari rökkurstemmingu sem ég upplifði á jökli.

Arnold - 18/02/08 12:43 #

Ég get græjað stefnumót :) Annars er ég að bíða eftir uppfærslu í CS3 svo ég geti opnað fælana sjálfur. Ég sendi þér 16 bita mynd í fullri upplausn þegar það gerist. Hún er ótrúlega góð líka í háljósum og skuggum.