Örvitinn

Vond grein, verri vísun

Ég veit ekki hvort er verra, grein séra Gunnars Jóhannessonar í Morgunblaðinu í dag eða vísun Árna Svans. Árni Svanur vísar væntanlega á greinina vegna þess að honum finnst hún góð - ef honum finnst eitthvað yfir höfuð.

Hvað er að þessu fólki?

Ég hvet ykkur til að lesa grein Gunnars, jafnvel þó þið hafið ekki mikinn áhuga á trúmálaumræðu.

kristni vísanir
Athugasemdir

Borgar - 24/02/08 19:18 #

Allir eru í eðli sínu grannir og fallegir. Sakir breyskleika okkar étum við sjálfkrafa of mikinn rjómaís. Við þurfum því hjálp Ræktarinnar við að halda línunum í lagi. Trúleysingjar mæta aldrei í ræktina. Í þeim skilningi er trúleysi fitandi.

Biskup hefur því rétt fyrir sér þegar hann segir að trúleysingjar séu feitir og ljótir, en í því felst engin árás á þeirra persónur.

Er ég eitthvað að nálgast þetta?

Matti - 24/02/08 19:31 #

Æi, það er svo margt vont í þessari grein Gunnars :-)

Þarf að halda þessu til haga.

Þegar litið er á manninn sem mælikvarða sjálfs sín – þ.e. að ekkert sé honum æðra – þá setjum við siðferðið undir afstæðishyggju. Öll raunveruleg mæri milli rétts og rangs, góðs og ills, leysast upp og verða sjálfshyggju (subjectivism) að bráð. Guðleysinginn hefur því ekkert að halda í nema sjálfan sig. Hvernig hann færir þá rök fyrir þeirri augljósu staðreynd að hið góða stendur okkur nær en hið vonda er vandséð; hvað þá að okkur beri skylda að ganga fram í ljósi þess. Hann getur m.ö.o. ekki grundvallað siðferði sitt á öðru en eigin viðhorfum og persónulegu skoðunum.

Matti - 24/02/08 19:46 #

Þess má svo geta að þetta:

Þeir sem tala hæst gegn kristinni trú eru ekki feimnir við að alhæfa að kristin trú – og trú yfirleitt – sé ekki aðeins „mannskemmandi“ og hættuleg heldur jafnvel rót alls ills.

Er lygi sem Gunnar og kollegar hans þreytast seint á að endurtaka. Þættirnir heita Rót alls ills? (með áherslu á spurningamerkið). Í upphafi þátta Dawkins segir hann beint út að trúarbrögð séu ekki rót alls ills. Biskup hefur endurtekið þessa lygi og rottweilerhundar hans gera það reglulega. það er nefnilega rétt, sem Illugi Jökulsson skrifaði í Ísafold fyrir síðustu jól, að prestar landsins eru óskaplega miklir lygarar upp til hópa.

Borgar - 24/02/08 21:05 #

Hann getur m.ö.o. ekki grundvallað siðferði sitt á öðru en eigin viðhorfum og persónulegu skoðunum.

Ég geri líka bara það sem ég nenni. :-)