Örvitinn

Unglingar og fermingar

Ætli nú muni ekki hefjast söngurinn um að ég sé að gera lítið úr unglingum vegna þess sem haft er eftir mér í fermingarblaði 24 Stunda í dag.

Það er ekki ætlunin að gera lítið úr unglinum. Hugmyndin er að segja sannleikann og hann er sá að eftir fermingu missa fermingarbörn "trúna" upp til hópa. Þau sjást til að mynda langflest ekki í kirkju eftir fermingu.

Þetta veit Ríkiskirkjuliðið vel og því vilja þau ekki heyra minnst á hugmyndir um að færa fermingaraldurinn.

Ég skil vel að unglingar fermist, ég fermdist þrátt fyrir trúleysi, hafði ekki kjark í að vera öðruvísi. Unglingurinn á heimilinu fermdist fyrir tveimur árum en þolir ekki kirkjuna í dag og hefur þó sloppið við slíkan áróður að mestu leyti á sínu heimili. Mér þætti eðlilegt að unglingar mættu skrá sig úr Þjóðkirkjunni á sama aldri og þau mega fermast, en þau þurfa að vera orðin sextán ára til að ráð trúfélagaskráningu sinni sjálf - fram að þeim aldri þarf undirskrift foreldra. Mér þykir undarlegt ósamræmi í því.

kristni