Örvitinn

Jesus Christ Superstar

Við fórum á Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi í boði tengdarforeldra minna.

Byrjuðum á kvölmat á Arnarnesi, Gunna keypti mat hjá Síam.

Það er svosem ekki margt um þennan söngleik að segja. Sýningin minnir meira á rokktónleika heldur en söngleik. Það er kraftur í lögunum og engin pása milli laga.

Mér fannst Jesús ekkert sérstaklega góður, svo ég segi alveg eins og er. Það vantaði kraftinn í sönginn hjá honum, var eiginlega komið út í öskur í hvert skipti og varla að maður greindi milli orða. Júdas var skárri, kraftmeiri en samt átti ég stundum erfitt með að greina orðin.

Ágætis tónleikar en ekki eftirminnilegt.

Ef ég ætti að vera sniðugur myndi ég segja að óvæntustu atriði verksins hafi verið upprisa Júdasar, sem syngur lag eftir að hann var hengdur og stórleikur Egils Helgasonar í hlutverki Heródesar - en maður segir ekki svoleiðis.

leikhús
Athugasemdir

Borkur - 02/03/08 17:01 #

sæll ég sá þetta í Janúar og hef eiginlega alveg það sama að segja um þetta. Mér fannst hvorki jesú né júdas avleg nógu góðir til að gera greinarmun á öskri og söng. Ég þekki nokkrar útgáfur af þessum söngleik, þó flestar á ensku, en mér fannst textinn í þessari útfærlsu vera oft á tímum ferlega óþjáll. Heródes var ferlega fyndinn (þó mér hafi ekki dottið Egill í hug á þeirri stundu :) í samanburði við Pál Óskar í eldri útfærslu og svo var Ingvar frekar góður fannst mér sem Pílatus.

JCS með gota-fíling var það sem mér datt helst í hug ...

Þórður Ingvarsson - 02/03/08 21:31 #

Fór einmitt á Superstar í byrjun febrúar og þetta var nákvæmlega það sem Jón Viðar Jónsson, hinn mæti gagnrýnandi, sagði að þetta væri, þ.e. rokktónleikar. Krummi stóð sig skítsæmilega, Jenni var mjög góður og sú sem lék Maríu var mjög góð. Símon var prump og prestarnir skiluðu sínu. En þeir sem voru afgerandi bestir í sýningunni voru þeir félagar Ingvar E. og Ragnar B. sem Pontíus og Heródes, í þessari röð. Kórinn fannst mér of oft vafra um sviðið stefnulaust og uppskáru dágóðan kjánahroll fyrir að haga sér kjánalega, en þessi nýja textabreyting eða -þýðing var oft mjög kjánaleg. Hafa þarna enskuslettur á borð við kreízí og kúl en þýða svo í nokkrum lögunum Superstar í Súpergoð, það fannst mér fáránlega fokkd öpp.

Þetta var sirka tveggja og hálfs stjörnu virði af fjórum mögulegum.