Örvitinn

Óvænt hugrekki

Ég fór með Ingu Maríu til læknis áðan. Þetta er í annað sinn sem við förum til að reyna að losna við vörtu á litlu tá hægri fótar.

Inga María hefur komið mér á óvart með hugrekki í bæði skipti. Hún er týpan sem kveinkar sér en hjá lækninum hefur hún bitið á jaxlinn, haldið í hönd föður síns og ekkert kvartað - jafnvel þó læknirinn sé að skera hana til blóðs.

Í dag vöknaði henni um annað augað en meira var það ekki.

Fyrir stuttu hefði ég sjálfur fullyrt að hún myndi öskra við þessar aðstæður. Þetta hefur því komið mér skemmtilega á óvart.

fjölskyldan