Örvitinn

Kristall með jasmín

Síðast þegar ég pantaði gos fyrir starfsmannafélagið fékk ég Kristal plús með sítrónubragði og jasmín í stað kristals með sítrónubragði eingöngu afhent fyrir mistök frá Ölgerðinni .

Þetta er því miður ekki að ganga upp, þetta jasmín er ekki að virka. Fékk mér flösku áðan og neyðist til að hella innihaldinu í vaskinn.

Hvernig dettur fólki í hug að setja jasmín út í sódavatn?

kvabb
Athugasemdir

Eyja - 05/03/08 15:36 #

Er þetta til í alvörunni? Hljómar alveg hræðilega!

Matti - 05/03/08 22:13 #

Já, þetta er til. Einhverjum hlýtur að finnast þetta gott.

Kalli - 05/03/08 22:35 #

Svala fólkið drekkur Egils Sódavatn. Það er óldskúlhardkor.

Reyndar finnst mér betra að hafa Campari út í því en sinn er siður, aight?

Sirrý - 06/03/08 09:54 #

Mér finnst kristall með sítrónu og jasmín æðislegur

Matti - 06/03/08 10:13 #

Ég skal selja þér heila pakkningu hálfs líters flöskum ;-)

Sirrý - 06/03/08 12:14 #

Fæ ég góðan díl ?

Annars er bara málið að skila þessu aftur upp í egil og fá nýtt ætti ekki að vera mikið mál eða hvað ?

Mummi - 06/03/08 21:49 #

Tek undir með Sirrýju, mér finnst þetta mjög gott.

Matti - 07/03/08 09:17 #

Ég skil ekki þessar mótbárur, var ég ekki búinn að segja ykkur að þetta væri vont ;-)

Kalli - 07/03/08 19:17 #

Þú ert ekki búinn að segja það nógu oft ;)