Örvitinn

Python, adodbapi og decimal tölur

Frá útgáfu 2.1 styður adodbapi decimal tölur. Því miður er sá galli á gjöf Njarðar að decimal er bara stillt fyrir money týpu. Til að virkja decimal stuðning fyrir aðrar tölutýpur þarf að breyta adodbapi.py. Sem betur fer er það lítil breyting og komment þar sem hana þar að setja inn, einungis þarf að skipta út adoExactNumericTypes: identity og setja adoExactNumericTypes: cvtNumeric í staðin neðst í skránni.

Einnig held ég að það væri nokkuð gáfulegt að breyta cvtNumeric fallinu þar sem það er með leiðinda overhead fyrir íslenska fleytitölustrengi sem innihalda kommu en ekki punkt. Þar held ég að æskilegt væri að eyða út fyrri part fallsins og hafa replace á kommu og punkti alltaf inni.

Þessi gríðarlega spennandi bloggfærsla kemur í stað tölvupósts, vinnupósturinn var eitthvað að stríða mér.

python
Athugasemdir

Erna - 08/03/08 16:36 #

Og ég sem hélt að þú værir að reyna að slá þessari fyrirsögn upp til að hækka á vinsældarlistanum...

Matti - 08/03/08 20:02 #

Þetta var náttúrulega lúmsk brella til að auka vinsældir mínar - hún klikkaði :-)