Örvitinn

Bóka bóka

Kíktum á Bókamarkinn í Perlunni í hádeginu. Allir keyptu einhverjar bækur, ég greip þrjár. Vísindabyltingin, Hversdagsheimspeki og Genin okkar.

Bækurnar fara á náttborðið og bíða meðan ég lýk við aðrar bækur. Nú er ég að klára Guns, germs and steel og er byrjaður að glugga í Misquoting Jesus. Best að fara að lesa.

bækur
Athugasemdir

Matti - 09/03/08 19:02 #

Ég kíki á hana, tengdafaðir minn á hana líka (hann á semsagt bókina sem ég er að lesa).

Kalli - 10/03/08 02:30 #

Ert þú að misquota bókartitla? :)

Matti - 10/03/08 08:01 #

Uss uss, menn fara til heljar fyrir að eltast við svona tittlingaskít :-)

Kalli - 10/03/08 11:08 #

Hvaða hringur heljar ætli sé ætlaður pedants? Líklegt að ég endi þar en ég er að velta fyrir mér hvort það yrði gaman eða hræðilegt ;)