Örvitinn

Þriðjudagsdrykkja

Ég, Davíð og Regin horfðum á Inter-Liverpool á Enska barnum í gærkvöldi. Fengum okkur nokkra bjóra og það er ekki laust við að ég hafi verið orðinn dálítið hífaður.

Liverpool vann leikinn, Inter hefði þó getað skorað í fyrri hálfleik ef framherjar þeirra væru ekki svona gráðugir og Reina væri ekki stórkostlegur markvörður.

Mér finnst fyndið að lesa umsagnir andfótbolta um Liverpool leiki. Þar líkar mönnum ekki vel við Liverpool liðið, það er alveg ljóst. Hvernig er hægt að fjalla um þennan leik án þess að minnast einu orði á þá taktík Inter manna að fleygja sér vælandi í gras við minnstu snertingu og heimta svo gult spjald? Er það ekki andfótbolti?

boltinn
Athugasemdir

Arnold - 12/03/08 12:18 #

Ætli ég verði ekki að óska ykkur púlurum til hamingju þó það sé mér þvert um geð.

P.s. fékk mér líka bjór í gær :)

Sigurjón - 12/03/08 14:36 #

"Mér finnst fyndið að lesa umsagnir andfótbolta um Liverpool leiki."

Fyndið því mér finnst afskaplega fyndið að sjá umsagnir Liverpool bloggsins um Liverpool leiki.

Ég skal setja þetta í samhengi fyrir þig Matti, stuðningsmenn Man Utd og Arsenal sjá Liverpool stuningsmenn eins og þú sérð menn kirkjunnar. Þið eruð svo blindaðir af ást út í Liverpool-liðið að þið eru algjörlega hættir að hugsa rökrétt.

Matti - 12/03/08 15:08 #

Þetta finnst mér skrítin athugasemd. Á Liverpool blogginu hef ég lesið pistla þar sem fundið er út á leikstíl Liverpool liðsins og spilamennsku. Annars tengist ég þeirri síðu ekkert nema sem lesandi.

Ég nenni yfirleitt ekki að skrifa mikið um Liverpool á þessa bloggsíðu og set aðallega inn smá punkta þegar vel gengur.

Í gær spilaði Liverpool liðið við besta lið Ítalíu og hafði betur. Sumir myndu segja að það væri ágætis árangur hjá Liverpool, aðrir vilja meina að þetta sé bara heppni og dómurum að kenna. Hvað var athugavert við þetta rauða spjalda í gær? Leikmaður Inter fékk tvö gul spjöld fyrir tvö glórulaus brot. Á andfótbolta vilja menn meina að Babel hefði átt að fá rautt hjá Liverpool! Fyrir hvað í ósköpunum? Hann fékk gult fyrir að fara of snemma úr veggnum, hvað annað atviki gæti hafa verðskuldað gult - þegar það var bombað í hendina á honum af meters færi? Svona málflutningur er glórulaus.

Ég þvertek fyrir að ég hugsi ekki rökrétt varðandi Liverpool liðið og finnst þetta satt að segja glórulaust. Kannski vantaði þarna broskarl eða eitthvað, ég veit það ekki. En mér finnst þessi athugasemd frekar ómakleg.

Liverpool liðið hefur verið arfaslakt stóran part þessa tímabils. Undanfarið hefur liðið aftur á móti spilað vel, unnið fimm eða sex leiki í röð og slegið Inter Milan úr Meistaradeildinni. Ég vissi ekki að andfótbolti.net væri Arsenal/United síða. Hélt að þar ætti að fjalla um góðan fótbolta.

Arnold - 12/03/08 15:53 #

Svona svona Matti, anda djúpt :) Annars er athyglisvert hvað Liverpool virðist líða vel í meistaradeildinni. Síðustu tímabil hafa verið ansi góð fyrir þá þar. Þetta er greinilega mikið stemmingslið sem leiðist greinilega bara svona að spila í þessari leiðinlegu ensku úrvalsdeild. Flytja batterýið til Spánar ;)

Matti - 12/03/08 16:04 #

Jamm, ég skal slaka á :-) Ég hef oft sagt það í gríni að áhuga minn á Liverpool sé næstum því trúarlegur - en það ósköp einfaldlega ósatt að ég sé "nær blindaður af ást" og hugsi ekki rökrétt um fótbolta.

Ætli það megi ekki færa rök fyrir því að Benitez sé "betri" í Meistaradeildinni en þeirri ensku. Eigi auðveldara með að stilla upp liði og taktík á móti Inter Milan heldur en Barnsley.

Eitt vandamál Liverpool á þessu tímabili er að jaðarleikmenn hafa ekki verið að standa sig. Kjarninn í liðinu er góður (Reina, Carragher, Agger, Alonso, Gerrard, Torres) og menn eins og Babel hafa átt ágæta innkomu (hann var samt afar slappur í leiknum í gær). Aftur á móti hafa leikmenn eins og Kuyt, Crouch, Pennant, Voronin og Kewell hafa ekki verið að gera góða hluti.

Gerrard og Torres hafa verið að skora mikið af mörkunum og það virðist fátt að vera að gerast hjá öðrum leikmönnum liðsins sóknarlega. Babel átti fína spretti á móti Bolton og West ham. En ef maður skoðar markaskoðun Manchester United og Arsenal sést að þar eru það fáir leikmenn sem skora flest mörkin.

Ég held að Benitez þurfi bara að fá að kaupa tvo þrjá topp menn (sem kosta sitt, eins og Torres) til að ná deildinni. United hefur verið að kaupa klassa leikmenn, Arsenal hefur nælt í bestu ungu leikmennina í mörg ár og Chelsea sparar náttúrulega ekki aurinn.

Svo má benda á að Torres, Agger og Alonso hafa verið meiddir stóran part tímabilsins. Það munar um minna í ensku deildinni.

Sigurjón - 12/03/08 16:37 #

Ég nenni yfirleitt ekki að eyða tíma í að rífast um hluti sem eru rökleysur, hlutir eins og list, trú, stjórnmál og fótbolta. Ég er tilbúinn að tjá mína skoðun og hlusta á aðrar skoðanir en ég er ekki einn af þeim sem verður að hafa rétt fyrir sér. Ég ætla að setja inn eitt komment í viðbót til að útskýra hvað ég meinti og hvers vegna ég er á þeirri skoðun.

Það er algjör óþarfi að taka þessu eitthvað persónulega og kalla athugasemd mína ómaklega. Ég taldi það vera nokkuð augljóst að ég var ekki að skjóta á þig persónulega heldur meira að alhæfa um stóran hóp manna, jújú, hóp sem þú ert partur af. Þetta er alveg eins og að kalla Íslendinga "smáborgara" eða eitthvað í þá veru en þá er ég í raun og veru að tala um sjálfan mig því ég er jú Íslendingur. Þú gerir þetta sjálfur þannig að ég hélt að þú myndir átta þig á þessu. Ef ég hef aftur á móti móðgað þig eitthvað þá bið ég þig afsökunar á því.

Jújú, þeir sem sjá um andfótbolta.net eru Man Utd og Arsenal menn, en pælingin á bakvið síðuna er ekkert að hrósa þeim og tala illa um Liverpool. Markmiðið var að gagnrýna þau lið sem spila ekki fallegan fótbolta (sóknarbolta) og þar sem Íslendingar eru obsessed af enska boltanum þá beinist umræðan auðvitað mest að stóru liðunum fjórum á Englandi. Af þessum fjórum liðum spilar Liverpool afgerandi ljótasta fótboltann. Hann getur verið árangursríkur, eins og sést á árangri Liverpool, en málið snýst ekki um það. Þetta snýst um að spila skemmtilegan fótbolta sem allir hafa gaman af og þar eru Arsenal og Man Utd í sérflokki. Þegar menn benda á þetta þá fara Liverpool menn í þvílíka vörn og grípa ALLTAF í "þetta-er-ómálefnaleg-umfjöllun-spjaldið-sitt". Byrja að benda á einhverja 3-0 og 5-0 leiki móti liðum eins og Sunderland og Luton og árangurinn í Meistaradeild sem er meira taktískur sigur frekar en fallegur fótbolti.

Gott og vel, spilamennska Liverpool getur komið sér vel í stiga- og bikarsöfnun (sem er það sem offically telur auðvitað) en það er ekki það sem andfótbolti.net er að benda á. Þeir eru að benda á hvernig liðið spilar í 90 mínútur og hvernig það fer að því að vinna eða tapa leikjunum sínum. Þetta snýst ekkert um eitthvað statistic. Það virðast allir (alhæfing aftur) sammála því að spilamennska Liverpool er sorglega leiðinleg, nema Liverpool menn sjálfir auðvitað, þeir sjá eitthvað annað en allir hinir og það skapar þessa umræðu sem allir nema ég nenna að taka þátt í.

Ég vona að þú skiljir hvert ég er að fara með þessu því ég nenni ekki að fara að grípa í einhverjar fótboltaútskýringar. Ef þú ert aftur á móti ósammála þá máttu endilega koma með andsvar, ég ætla aftur á móti ekki að svara því, bara svo þú vitir það strax :)

Arnold - 12/03/08 16:55 #

Ég held með Úlfunum sem er þægilegt. Engar væntingar og ekkert álag á andlega heilsu mína. Ég tékka á stöðu þeirra tvisvar á vetri, svona í desember og svo aftur að vori. Þægilegt. Finn mér aðra ástæðu til að fá mér bjór, þarf engan bolta til þess. Nóg að vera bara þyrstur ;)

Kristján Atli - 12/03/08 19:54 #

Sigurjón, það er búið að ræða þessi mál svo oft að maður nennir því varla aftur. Þannig að í stað þess að ræða af hverju mér finnst Liverpool ekki eiga þetta einelti frá andfótbolta.net og/eða aðdáendum annarra liða almennt skilið, ætla ég að segja þér hvað pirrar mig mest í þessari umræðu.

Ókei, einn punktur. Ef Liverpool eru svona óóógeðslega leiðinlegt lið að menn bara verða að lýsa því yfir, af hverju er þá enginn að ræða Chelsea? Ég viðurkenni manna fyrstur að spilamennska United og Arsenal síðustu árin hefur verið talsvert skemmtilegri en spilamennska Liverpool (sem hafa þó á köflum náð sömu hæðum í fallegri knattspyrnu) en af hverju fær hið drepleiðinlega Chelsea-lið, með litlausasta þjálfara allra tíma, jafn mikla athygli andfótboltamanna og Liverpool?

Ástæðan er einföld: mönnum er illa við Liverpool, ekki Chelsea, og því er gert í því að ýkja hversu leiðinlegt Liverpool-liðið kann að vera.

Allavega, það sem mér gremst mest um þessa umræðu er hin svokallaða "Bola-nálgun" (höfundarréttur, Henry Birgir). Hún virkar nokkurn veginn svona:

  1. Einhver málpípan sem heldur ekki með Liverpool lýsir því yfir að Liverpool sé glatað á einhvern hátt.

  2. Liverpool-maður eða -menn svara fyrir sitt lið.

  3. Óháð því hvort svar Liverpool-manns eða -manna er málefnalegt, byggt á staðreyndum eða bara "étt'ann sjálfur", þá notar málpípan svar Liverpool-mannsins sem ótvíræða sönnun þess að Liverpool-menn séu:

a) Blindaðir af ást sinni á klúbbnum og sjái ekkert illt í fari sinna heittelskuðu hetja.

b) Alveg hrikalega hörundssárir.

Það virðist engu máli skipta hvernig menn svara fyrir sig. Ef þú lest Kop.is sérðu okkur sem þar skrifum gagnrýna liðið, leikmennina og eigendurna reglulegar en ég hef séð nokkurn aðdáanda annars liðs gera á íslenskri vefsíðu, en um leið og við verjumst þeirri gagnrýni sem við teljum ósanngjarna erum við kallaðir "blindir af ást" eða "ofsatrúarmenn". Þetta þykir mönnum á andfótbolti.net sniðugur málflutningur, og því meira sem við hinir svörum fyrir okkur, því meira þykjast þeir hafa andlega yfirburði.

Hér er míkróútgáfan af svona rökræðum:

Kristján: "Sigurjón, þú ert leiðinlegur."

Sigurjón: "Nehei! Sjáðu hvað ég dansa vel. Og vann ég ekki Júróvisjón í fyrra? Svo er ég uppistandari og með pistlahorn í Ísland í dag."

Kristján: "Þú ert svo örvæntingarfullur að það hálfa væri nóg. Hér er komin sönnun þess hvað þú ert leiðinlegur."

Þetta eru ekki skemmtilegar umræður, það sér hver sem er. En þetta þurfum við Liverpool-menn að búa við. Það má segja allt um liðið okkar, en ef við vogum okkur að svara virðist vera "open season" á okkar trúverðugleika sem áhuga- og/eða fræðimenn um knattspyrnu.

Bleh.

Sigurjón - 14/03/08 11:45 #

Ég hefði viðurkennt það strax að ég væri leiðinlegur.

Kristján Atli - 15/03/08 21:16 #

Þessi ummæli þín kallast slaufa. Þú nennir greinilega ekki að ræða þetta frekar. :-)