Örvitinn

Á skíðum

Ég á skíðumÉg og Inga María skelltum okkur á skíði í gær. Gyða var að vinna og Kolla varð eftir hjá ömmu sinni og afa á Arnarnesi. Tókum ekki sénsinn á öðru þar sem hún varð veik á laugardag. Ég fékk lánaða skíðaskó hjá Bjarna frænda og leigði skíði og skíðastafi í Skálafelli.

Ég held það séu átján eða nítján ár síðan ég fór síðast á skíði. Eitt af því sem hefur breyst eru stærð skíðanna. Ég átti skíði sem voru 190cm á lengd og réð lítið við þau en leigði í gær skíði sem voru 140cm samkvæmt ráðleggingu starfsmanns skíðaleigunar og Jóna Dóra leigði 128cm löng skíði! Hér er mynd af okkur systkinunum, Þórður er með fermingarskíðin sín sem eru 185cm

Kosturinn við svona stutt skíði er að þau eru afar meðfærileg. Mér gekk ágætlega að skíða og fór allmargar ferðir. Þetta byrjaði samt ekki vel. Skórnir hans Bjarna þrengdu full mikið að fótunum á mér og mér var næstum óglatt af sársauka. Eftir að við tókum innleggin úr varð ástandið mun betra og í lokin fann ég ekki fyrir skónum.

Inga María var dugleg í barnabrekkunni og fékk að fara eina ferð í stóru diskalyftunni. Það fannst henni afskaplega skemmtilegt.

Nú ætla ég að fá skíðin hans afa lánuð og skella mér aftur í brekkurnar. Ég var búinn að gleyma því hvað það er gaman á skíðum.

Hér eru myndir helgarinnar.

dagbók
Athugasemdir

Kristín - 17/03/08 09:38 #

Það er ótrúlega gaman og ég er harðákveðin í því að þó að skíðafríin hér í úttlandinu kosti skinnið af rassinum á manni mun þetta verða á fjárlögum fjölskyldunnar á hverju ári. Hundrað þúsund sinnum skemmtilegra en að fara í sólarfrí.

Matti - 18/03/08 16:21 #

Já, ég þarf einhvern daginn að prófa að fara í skíðaferð til útlanda.