Örvitinn

Fartölvulaus

Tölvan mín er í viðgerð hjá Hugver. Vandamálið er að ég get ekki lengur hlaðið hana. Hef þurft að stafla allskonar drasli undir rafmagnstengið til að snúran liggi rétt í og rafhlaðan hlaðist en það var hætt að virka. Reyndar var rafmagnssnúran líka ónýt en það er afleiðing þess að ég hef verið að sveigja hana og beygja til að ná tengingu.

Fæ tölvuna aftur eftir svona viku. Verð fartölvulaus um páskana og neyðist því til að gera eitthvað annað en að hanga í tölvunni - eins og t.d. að lesa bækur. Hrikaleg tilhugsun :-P

Keypti tölvuna árið 2004. Þetta er væntanlega í síðasta skipti sem ég eyði pening í að gera við hana. Næst kaupi ég nýja ef ég hef efni á því. Er ekki allt að fara til andskotans?

tölvuvesen