Örvitinn

Páskar eru hindurvitni

Ég ætla að sleppa páskunum í ár, trúi hvort eð er ekki á þá.

Verst hvað stelpurnar er orðnar spenntar fyrir hýðingunum og krossfestingunni. Nú fá þær bara eitthvað skitið páskaegg.

Ó, ég ætla að taka mér frí - látið ekki svona. En það eru ekki páskar nema maður sé dálítið miður sín útaf krossfestingunni - og svo alveg ógeðslega happí vegna upprisunnar. Ég ætla bara að vera happí.

Talandi um upprisu, var að fá símtal þar sem mér var bent á að tölvan mín væri tilbúin. Hallelújah, fríinu hefur verið bjargað fyrir horn.

dagbók
Athugasemdir

Hildur - 19/03/08 17:45 #

Páskaungarnir eru hins vegar raunverulegir, það er búið að sanna það!

Matti - 19/03/08 19:21 #

Ég er mjög skeptískur á þessa páskaunga. Hvaða koman þeir eiginlega? Ég hef aldrei séð páskakjúklinga. Þetta er samsæri, ég er að segja ykkur það :-)

Eva - 19/03/08 20:39 #

Ég trúi á páskana enda eru þeir ekkert annað en eldgömul vorhátíð. Vor hafa tilhneigingu til fara fram einhverntíma á milli vorjafndægra og sumarsólstaða svo hverjum fjáranum ætti maður ekki að trúa? Það er bara uppátæki kristlinga að tengja vorhátíðina við aftökur og píslir en hinsvegar er vel við hæfi að fagna vorinu með góðum mat og eggjum. Egg henta prýðilega sem tákn vors og frjósemi og súkkulaði er gott fyrir sálina.

Annars er hér viðskiptahugmynd fyrir þá sem vilja höfða til sanntrúaðra. Búið til krossfesta súkkulaðikrista. Í stað ungans á egginu má hafa marglitar þyrnikórónur til skrauts.

Matti - 19/03/08 20:56 #

Vandamálið er að kirkjan er búin að ræna heitinu, alveg eins og hún rændi jólunum. Ég trúi á vorið :-)