Örvitinn

Páskarnir eru brandari, því spilum við bingó

Biskupinn sagði einu sinni að páskar væru brandari Gvuðs. Þar er ég sammála honum, nema náttúrulega með þetta síðasta (ég lýg þessu, af læknisfræðilegum ástæðum get ég aldrei verið sammála biskup). Páskarnir eru dálítill djókur. Sérstaklega ef maður þekkir sögu þeirra.

Vantrú mun standa fyrir bingó á Austurvelli föstudaginn langa. Ekki bara bingó, ónei. Í ár verður boðið upp á kakó og kleinur! Allt ókeypis !!! (hér voru þrjú feitletruð upphrópunarmerki svo sannarlega við hæfi). Bækur fyrir fullorðna og páskaegg fyrir börnin. Gerist það betra? (tja, tæknilega séð, þá gæti það verið miklu betra ef við ættum fullt af peningum og gætum keypt fleiri bækur og stærri páskaegg). Nei; það gerist ekki betra.

Það er ekki eins og þið hafið nokkuð betra að gera. Kíkið á Austurvöll á föstudaginn langa klukkan eitt, takið gríslingana með (fínt að viðra þau af og til) spilið bingó og verið kát (mér finnst kátína iðulega ofmetin, verið bara þið sjálf).

kristni vísanir
Athugasemdir

Sirrý - 20/03/08 00:54 #

Er ekki alltaf bara hringt í fyrirtæki og þau beðin um að gefa vinninga í svona bingó og allir kátir að gefa því þeir fá skattaafslátt eða eitthvað þannig. Eru kannski engir trúleysingjar í stjórum fyrirtækja ? Góða skemmtun við bingó spilið kannski kíkir maður á ykkur.

Matti - 20/03/08 11:51 #

Það er vaninn, en við erum ekki beinlínis að styrkja neitt málefni og ég vil heldur ekki vera að tengja fyrirtæki beint við "borgaralega óhlýðni" eins og þessa.

Ætlaði að betla íslenska bók til að gefa en útgáfu hennar hefur verið frestað.