Örvitinn

Bækur um hindurvitni og efahyggju

Ég fór í Eymundsson á Laugavegi í dag til að kaupa bók sem verður meðal vinninga í Páskabingói Vantrúar á föstudag. Bókin sem ég ætlaði að kaupa, Ertu viss, brigðul dómgreint í dagsins önn var ekki til, uppseld í öllum búðum, þannig að ég ráfaði um og skoðaði úrvalið. Það þarf varla að taka það fram að úrvalið af bókum um trú og önnur hindurvitni var ansi mikið, einhverjir tugir titla í boði.

Ég fann eina bók sem fjallar um trúarbrögð á gagnrýninn máta og greip eintakið sem til var. Fyrir utan hana var ekkert til af bókum í þeim flokki. Ekki metsölubækur eins og God delusion eftir Dawkins eða God is not great eftir Hitchens (vert er að taka fram að ég keypti þá bók í þessari verslun fyrir ekki svo löngu), ekki End of Faith) eftir Sam Harris eða Breaking the Spell eftir Dan Dennett.

Úrval bóka um vísindi var sorglega lítið en Leyndarmálið var til í nokkrum útgáfum.

Það eru í boði bækur um allskonar hindurvitni en engar sem sýna fram á að þessi hindurvitni eru bölvað kjaftæði.

bækur efahyggja
Athugasemdir

Elvar - 20/03/08 02:24 #

Góðar bækur eru oft uppseldar :)

Matti - 20/03/08 10:03 #

Já, kannski er það skýringin. Spurning um að beita bjartsýninni á þetta :-)

Arnold - 20/03/08 10:11 #

Nákvæmlega það sem ég gekk í gegn um fyrir ári þegar ég leitaði af bók í stúdentsgjöf fyrir frænda minn. Allt fullt misnotkun á pappír í nafni hindurvitna og annarar bábylju en því minna af efni sem er þess virði að splæsa á bleki og pappír.

ErlaHlyns - 20/03/08 20:59 #

Ertu viss? er ein af mínum uppáhalds bókum. Það þyrfti eiginlega að endurútgefa hana. Mitt eintak hefur farið í margar lánsferðirnar.

Matti - 21/03/08 10:05 #

Það er frábær bók, ég vildi að hún væri kennd í öllum framhaldsskólum.

Sindri Guðjónsson - 22/03/08 02:18 #

Ég á Atheist Manifesto eftir Onfray á frummálinu. Hú heitir "Atheology" á frönsku. Hún er ágæt, en mér finnst hann t.d. of graður í að gefa sér hvað Páll er að meina og hvað Páll er að hugsa, þegar það er ekki alveg skýrt. (varðandi gledingar og skýrlífi og meint getuleysi og pirring yfir því). Svo voru asnalegar vitleysur, eins og t.d. þegar Onfray talar um að kristnir segji jörðina vera 4000 ára, og einhverjar fleiri slíkar (innsláttarvillur kannski). Held að hann sé sterkari í heimspeki en biblíufræðum.