Örvitinn

Dómarinn

Ætli andfótboltasíðan birti mynd af dómaranum eftir leik dagsins og saki hann um að hafa eyðilagt leikinn? :-)

Þetta var ljótt og leiðinlegt. Ég yfirgaf Baulu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

boltinn
Athugasemdir

Sigurjón - 23/03/08 19:21 #

Ég ætla að skipta mér að :)

Sko, að halda því fram að Mascherano hafi ekkert sagt við Steve Bennett er kjánalegt að mínu mati. Maður er alltaf að sjá menn öskra á dómara (mjög oft sér maður "fuck off") um leið og hann flautar og nánast aldrei sér maður einhverjum hent útaf fyrir að segja dómaranum að r**a sjálfum sér.

Mascherano gengur að Bennett og það fyrsta sem hann virðist segja er "What for?" (eða eitthvað í þá veru) sem er auðvitað saklaust en síðan hallar hann sér að dómaranum og segir eitthvað (einhverja setningu sem sést ekki almennilega í mynd) og við það rífur upp Bennett upp seinna gula spjaldið, og hann gerir það með þeim hætti að hann virðist vera alveg viss um að það sem Mascherano sagði verðskuldaði spjald.

Vissulega slúttaði þetta leiknum þar sem Man Utd voru að spila mun betur fyrir brottrekstur. En á meðan við heyrum bara sjónarhorn leikmanna Liverpool á þessu atviki þá er ekki hægt að taka mikið mark á þessum ásökunum út í dómarann. Ég er aftur á móti tilbúinn að endurskoða þetta um leið og einhvern annan (Man Utd leikmenn eða Knattspyrnusambandið) bakka upp það sem Liverpool-menn segja að hafi gerst.

Matti - 23/03/08 19:24 #

lol, þessur United stuðningsmenn - það er ekki hægt að ræða við þá ;-)

Auðvitað ertu viss um að Mascerano hafi verðskuldað þetta, ég ætti ekki von á öðru.

Kristján Atli - 23/03/08 19:27 #

Sigurjón, ég er ekki viss um að Matti hafi verið að kenna dómaranum um tapið. United voru með verðskuldaða forystu þegar rauða spjaldið gerði út um vonir Liverpool á að koma til baka í leiknum.

Hann er sennilega meira að hnýta í United-mennina að baki Andfótbolta. Þegar Liverpool vann Inter, m.a. vegna rauða spjaldsins sem Materazzi fékk, birtist ekkert nema pirringur í garð dómarans fyrir að hafa „eyðilagt leikinn“ með spjaldi sem var að mínu mati réttmætt.

Í dag sjáum við svo annan dómara „eyðileggja“ leikinn með spjaldi sem var einnig, að mínu mati, réttmætt, en þar sem Liverpool voru þolandinn í þessu tilfelli var óþarfi að pirra sig yfir því og í staðinn bara hægt að skrifa pistil um það að United hafi verið betri og átt sigurinn skilið. Ef Liverpool hefði unnið nákvæmlega eins sigur og United vann í dag, og t.d. Scholes fengið spjaldið í stað Mascherano, hefðum við eflaust séð pirringspistil í staðinn fyrir umfjöllun um knattspyrnuna í leiknum.

Þetta er annað en hjá okkur á Liverpool blogginu, þar sem við neitum að kenna dómaranum um tapið, fjöllum um hvað liðið okkar stóð sig illa og fordæmum hegðun Mascherano í því að láta reka sig útaf fyrir hálfvitaskap. Við á Liverpool blogginu getum fjallað um málin eins og þau eru, óblindaðir af hatri okkar á United. Andfótboltamenn þykjast hins vegar vera óháð síða, ólíkt okkur Púllurunum, en þar geta menn ekki verið hlutlausir þegar Liverpool á í hlut.

Og hana nú. :-)

Matti - 23/03/08 19:31 #

Sigurjón, ég er ekki viss um að Matti hafi verið að kenna dómaranum um tapið. United voru með verðskuldaða forystu þegar rauða spjaldið gerði út um vonir Liverpool á að koma til baka í leiknum.

Kristján Atli hittir naglann á höfuðið.

Liverpool var lakara liðið fram að brottrekstrinum, sem var afar vafasamur. Ég er fyrst og fremst fúll út í Gerrard fyrir að vera ekki fyrirliði - af hverju mætir hann ekki á svæðið?

Af hverju fær Mascherano samt gult spjald fyrir sitt fyrsta brot en ekki Scholes fyrir svipað brot skömmu áður?

Af hverju er Ronaldo ekki spjaldaður fimm sinnum í hverjum leik fyrir að henda sér í grasið og væla?

Rooney fær samt plús hjá mér, þar er alvöru knattspyrnumaður á ferð en ekki dúkka :-)

Matti - 23/03/08 19:34 #

Svo ég ítreki, þá tel ég Manchester United vera með betra lið en Liverpool í dag. Munurinn á leikmannahópunum er sláandi þegar við skoðum skiptingar í dag.

Sigurjón - 23/03/08 21:25 #

Kristján.

Ég hef ekkert út á leikskýslu þína að setja, hún var góð og málefnaleg þó svo ég sé kannski ekki 100% sammála henni, enda hefði það farið í sögubækur.

Þetta er annað en hjá okkur á Liverpool blogginu, þar sem við neitum að kenna dómaranum um tapið, fjöllum um hvað liðið okkar stóð sig illa og fordæmum hegðun Mascherano í því að láta reka sig útaf fyrir hálfvitaskap.

Ég er ekki alveg viss um að Einar Örn sé sammála þér með það, allavega miðað við hvað hann skrifar í kommentakerfið í dag. Er hann kannski ekki partur af "okkur á Liverpool blogginu" :)

Annars er gaman að sjá að þú sért að taka við þér aftur á blogginu þínu. Þegar þú ræðir ekki um Liverpool þá ertu nefnilega ansi skemmtileg lesning :D

Sigurjón - 23/03/08 21:27 #

...og Matti.

Þú kemur segir nákvæmlega það sem ég var að gagnrýna.

Liverpool var lakara liðið fram að brottrekstrinum, sem var afar vafasamur.

Það sem ég var einmitt að velta fyrir mér var af hverju menn væru að tala um dóminn sem vafasaman (eða jafnvel rangan) ef menn vita ekkert hvað Mascherano sagði nákvæmlega?

Það eru tvær hliðar á öllum málum, við höfum bara heyrt eina hlið málsins á þessari stundu (nema eitthvað sé nýlega komið í ljós sem ég ekki veit um).

Matti - 23/03/08 22:22 #

af hverju menn væru að tala um dóminn sem vafasaman (eða jafnvel rangan) ef menn vita ekkert hvað Mascherano sagði nákvæmlega?

Láttu ekki svona Sigurjón. Manchester United hefur verið allra lið verst, fyrir utan Chelsea síðustu þrjú ár, í því að mótmæla dómum og ógna dómurum. Roy Keane var hrikalega slæmur í þessu, Rooney er sífellt að segja dómurum að "ríða sér" og svo framvegis. Hver man ekki eftir því þegar dómari var eltur um hálfan völlinn af öllu United liðinu eftir að hafa dirfst að dæma vítaspyrnu á heimamenn á Old Trafford? Það var ekkert einsdæmi og þetta virkaði.

Liverpool liðið hefur þvert á móti verið þekkt fyrir að gera þetta ekki og það hefur oft pirrað mig. Ég hef stundum verið brjálaður yfir því af hverju menn eins og Gerrard láta dómarann ekki oftar heyra það.

Hversu oft hefur þú séð menn fá rauða spjaldið fyrir að mótmæla dómi? Hversu oft hafa leikmenn United lent í því? Heldur þú að það sé vegna þess að þeir mótmæla aldrei dómum?

Hversu oft gerist þetta?

Aldrei. Ekki fyrr en Liverpool mætir United á útivelli. Fyrsta rauða spjald Liverpool liðsins á tímabilinu er fyrir að spyrja dómara hvað sé í gangi.

Dennet hefur þegar sagt að spjaldið hafi ekki verið fyrir dónaskap heldur mótmæli.

Þetta er í raun alveg ótrúlegt.

Sigurjón - 24/03/08 00:20 #

Matti minn, öndum hérna aðeins saman :)

Sko, við erum ekkert að ræða um fótbolta lengur. Við erum að ræða um "dómsmál".

Þetta snýst um það að þú (og reyndar margir aðrir) veist ekki hvað Mascherano sagði við Bennett og þess vegna skil ég ekki af hverju þú ert búinn að ákveða að dómurinn sé vafasamur. Það skiptir mig engu máli hver á í hlut í svona málum eða hvar þau koma upp. Við sjáum ekki hvað fór fram og þar af leiðandi finnst mér ekki hægt að kveða upp einhvern dóm.

Ég er ekki að benda á neitt annað. Ég var því að vonast að þú gætir komið með einhverjar útskýringar (kannski einhver sönnunargögn sem ég er ekki með) á þessu frekar en einhverjar samsæriskenningar.

Yfir og út.

Matti - 24/03/08 00:23 #

Mér leiðist að endurtaka mig.

Dennet hefur þegar sagt að spjaldið hafi ekki verið fyrir dónaskap heldur mótmæli.

Benitez hefur sagt að Babel hafi heyrt þetta allt saman og Mascerano hafi bara spurt dómarann hvað væri í gangi.

"It's clear Mascherano made a mistake but he was only asking the referee a question. Ryan Babel was there and saw that he was just asking.

Spurning er því, af hverju er þér svona í mun að réttlæta þessa dómgæslu? Heldur þú að Rooney hefði fengið þetta spjald?

Ég er ekki að segja að Liverpool liðið hafi átt nokkuð skilið í þessum leik.

Sigurjón - 24/03/08 00:56 #

Þér kannski leiðist að endurtaka þig en það er augljóst að þér leiðist ekki að lesa sama textann aftur og aftur.

Ég er búinn að reyna að útskýra fyrir þér 3 sinnum hvað ég er að tala um (þú segir réttlæting, ég segi staðreyndir) og ég held að 4 skiptið muni ekki ráða úrslitum.

P.S. Það er hægt að mótmæla á ýmsan hátt.

Már - 24/03/08 02:01 #

Mikið rosalega eruð þið krúttlegir. :-)

Matti - 24/03/08 02:06 #

Sigurjón, hvað get ég eiginlega sagt? Það skiptir engu máli hvað ég segi.

Hvað viltu eiginlega?

Í alvöru talað, það er ástæða fyrir því að ég blogga nær aldrei um fótbolta á þessa síðu. Þetta er verra en nokkurt trúmálaþras.

Sigurjón - 24/03/08 02:59 #

Hvað vil ég? Ég vil ljúka þessu þrasi hér með, annað væri tímasóun því þetta fer ekkert lengra.

Sjáumst bara sprækir í úrslitum CL, sem Steve Bennett á flautunni ;)

Matti - 24/03/08 12:00 #

Flott er.

Endum þetta á að vitna í djöfullinn sjálfan

He said: "I do not know why I was sent off.

"I asked the referee what was happening. I did not swear, I was not aggressive and I did not confront him.

"All I did was ask him what was happening, nothing else.

"So when he showed me the second yellow card and sent me off I could not believe it.

"I am sorry to my team-mates because that meant we went down to ten men and that made things even more difficult for us."

Einar Örn - 24/03/08 12:09 #

Ég er ekki alveg viss um að Einar Örn sé sammála þér með það, allavega miðað við hvað hann skrifar í kommentakerfið í dag. Er hann kannski ekki partur af "okkur á Liverpool blogginu" :)

Ég sagði aldrei að hægt væri að kenna dómaranum um allt tapið. Liverpool hefði sennilega ekki náð að vinna í gær. Það hefði þó ýmislegt geta gerst í hálfleik. Hugsanlega hefði Benitez náð að setja upp leikinn öðruvísi og gera betur í seinni hálfleik. Við fáum hins vegar aldrei að vita það því að Bennett ákvað að eyðileggja leikinn með þessu spjaldi á Masche.

Einsog hefur komið fram alls staðar, þá var Mascherano bara að spyrja spurningar, ekki að rífa kjaft.

Hvenær var United leikmaður síðast sendur útaf fyrir kjaftbrúk?

Baldur Guðmundsson - 24/03/08 14:14 #

Ég er búinn að vera aðdáandi Liverpool yfir 50 ár og tel að þeir hafi gert marga fína hluti. Það munaði minnstu að ég snéri baki við þeim þegar boltabullurnar, áhangendur Liverpool drápu fjölda manns hérna um árið.En ég hugsaði með mér að þetta væru ekki sannir aðdáendur Liverpool klúbbsins.Svo að ég hélt áfram að styðja mína menn. Svo út af leiknum við Man U, þá hvarflar ekki að mér að dómarinn hafi viljandi ætlað að eyðileggja leikinn.

Matti - 24/03/08 14:22 #

Svo út af leiknum við Man U, þá hvarflar ekki að mér að dómarinn hafi viljandi ætlað að eyðileggja leikinn.

Ég er viss um að dómarinn ætlaði sér heldur ekki að gera það.

Ég er viss um að þetta er afleiðing annars umdeilds atviks frá síðustu viku, þar sem Ashley Cole, leikmaður Chelsea slapp við rautt spjald eftir hrottabrot og óvirðingu við dómara.

Það er ekki dómaranum að kenna að Liverpool tapaði þessum leik. Það er samt glórulaust að reka leikmann útaf fyrir mótmæli sem þessi, jafnvel þó Mascerano hafi ítrekað tuðað í honum. Af hverju er það glórulaust? Jú, vegna þess að af fjórum toppliðum deildarinnar sker Liverpool liðið sig úr hvað þetta varðar. Þarna er verið að refsa þeim sem hafa hagað sér best. Það er svo kaldhæðni örlaganna að það gerist á móti liðinu sem hefur verið allra verst hvað þetta varðar síðustu árin.

Sigurjón - 24/03/08 14:45 #

EF þetta var allt og sumt sem hann sagði, þá tek ég algjörlega undir það að dómarinn eyðilagði leikinn vegna þess það er algjört bull að gefa annað gult spjald fyrir mótmæli sem þessi.

En eins og ég hef sagt 3 sinnum áður, við höfum bara heyrt frá Liverpool mönnum um þetta mál. Ég bíð hinsvegar eftir því hvaða dómur kemur frá Knattspyrnusambandinu, fyrr höfum við ekki heyrt báðar hliðar málsins. EF hann tekur undir það sem Mascherano segir þá mun ég koma hér með formlega afsökunarbeiðni á því að hafa staðið í/fyrir þessu þrasi.

Matti - 24/03/08 16:10 #

Sigurjón, þú twitterar:

Leikmenn og þjálfari Liverpool segja að Mascherano hafi ekki sagt neitt slæmt við Steve Bennett. Núúú þá hlýtur það að vera rétt.

Hvað hefur þú fyrir þér í því að hann hafi sagt eitthvað "slæmt"?

Dómarinn hefur sagt að spjaldið hafi ekki verið fyrir dónaskap heldur mótmæli.

Það hefur enginn fært rök fyrir því að Mascherano hafi sagt eitthvað sem verðskuldaði þessa brottvísun.

Jón Magnús - 24/03/08 16:15 #

Þegar ég sá þetta atvik þá fannst mér greinilegt hvað hann sagði og hann sagði nákvæmlega það sama tvisvar. Og það sem ég las út úr því sem hann sagði var "what's going on?"

Ég finn nú ekki endursýninguna frá sama sjónarhorni til að staðfesta þetta 100% en hann sagði ekkert dónalegt. Bara nöldur og greinilegt að dómarinn var búinn að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér dómarinn hafa misst það í þessum leik. Hann hefði getað leyst þetta öðruvísi t.d. með því að tala við hann og gera honum það ljóst að þetta væri síðast séns eða eitthvað í þá áttina. Og ef hann hefði haldið áfram þá gæti enginn kvartað.

Maður hefur oft séð Bennet dómara tala við menn þegar maður hefur vilja fá gult spjald. Ég held bara að spennustigið hafi bara verið full hátt fyrir hann.